Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Með Border Collie hunda í gönguferð á Daðastöðum 2013.
Með Border Collie hunda í gönguferð á Daðastöðum 2013.
Mynd / Úr einkasafni
Fréttir 19. mars 2015

Of algengt að bændur fari með hund í smalamennsku án markvissrar tamningar

Höfundur: smh
Við sögðum frá því í Bændablaðinu á dögunum að út væri komin bók um þjálfun Border Collie fjárhunda, eftir Elísabetu Gunnarsdóttur hundaþjálfara. Elísabet, sem hefur umgengist þessa hunda frá barnsaldri, segir allt of algengt að bændur fari með hund í smalamennskur án þess að nokkur markviss tamning hafi átt sér stað, enda hafi verið skortur á íslensku fræðsluefni um þessa tegund.  
 
„Faðir minn, Gunnar Einarsson, ræktaði og tamdi Border Collie hunda. Fyrir mér var eðlilegt að sex til tólf hundar væru á bænum. Þegar ég varð níu ára fékk ég það hlutverk að gefa hundunum og fara með þá í gönguferðir á hverjum degi. Þetta gerði ég að sumarlagi í mörg ár. Þetta voru oft langar gönguferðir þar sem ég varði drjúgum tíma með hundunum. Þannig kynntist ég þeim vel og þeir urðu vinir mínir og skjólstæðingar. Eftir að hafa verið fjarri góðu gamni sökum skólagöngu í nokkur ár fékk ég endurnýjaðan áhuga á tegundinni upp úr tvítugu og byrjaði að temja sjálf. Síðan þá hefur hundaáráttan aukist með hverju árinu ef eitthvað er,“ segir Elísabet um það hvernig hún fékk áhuga á Border Collie hundunum.
 
Ólíkir persónuleikar
 
Hvað skyldi það vera sem maður leitar eftir í hvolpi og hvernig er best að ala þá upp? „Þeir eru mjög ólíkir persónuleikar þessir hundar og ekki það sama sem hentar öllum. Þegar ég vel mér hvolp vil ég að hann sé með gott sjálfstraust, vinalegur og óhræddur. Þótt ýmis persónueinkenni komi í ljós fljótlega segir það manni lítið um það hvernig hundurinn kemur til með að haga sér í fé. Allra fyrstu vikurnar þurfa þeir fyrst og fremst á hlýju og umhyggju að halda. Þegar hvolpurinn er á bilinu fjögurra til sextán mánaða er mjög mikilvægt að hann fái félagsþjálfun og umhverfisþjálfun. Það er að honum sé sinnt og hann fái að kynnast heiminum frá sem flestum sjónarhornum. Síðan er mikilvægt að koma í veg fyrir hegðunarmynstur sem maður vill ekki sjá til frambúðar. Það gerir maður fyrst og fremst með því að búa ekki til eða láta hundinn komast í aðstæður þar sem hann fær eitthvað út úr því að endurtaka hegðun sem manni mislíkar. Frekar á að láta hundinn hafa ánægju af því að bjóða manni hegðun sem manni líkar.“
 
Elísabet segir að framhaldið snúist fyrst og fremst um að sinna hundinum, verja með honum tíma, þjálfa hann markvisst og kenna honum það sem ætlast er til af honum; hvort sem það eru góðir siðir eða að smala kindum. „Border Collie hundar eru mjög orkumiklir og geta auðveldlega orðið stressaðir og þróað með sér ýmis hegðunarvandamál hafi þeir ekki nóg fyrir stafni. Það er því mikilvægt að láta þá fá útrás í gegnum vinnu og hreyfingu.“
 
Það geta ekki allir Border Collie orðið góðir smalahundar
 
Það geta ekki allir Border Collie hundar orðið góðir smalahundar, að sögn Elísabetar. „Ræktunin hefur svolítið verið að þróast í tvær áttir. Sýningarlínur, sem eru ekki lengur ræktaðar með tilliti til smalaeiginleika, og svo vinnuhundalínur – þar sem vinnueðlið er númer eitt, tvö og þrjú. Það er því líklegra að finna góðan smalahund í vinnuhundalín­unum, þó vissulega séu til undantekningar frá þessu. Þó svo að þú kaupir hund úr góðri ræktun er allt­af einn og einn hundur sem hefur ekki áhuga á að smala eða stendur ekki undir væntingum, en flestir þeirra geta orðið nothæfir með ­réttri þjálfun. Brennandi áhugi á fé, hæfi­leikinn og viljinn til að læra, ásamt einstöku vinnueðli gerir það að verk­um að hægt er að kenna þeim að leysa mjög fjölbreytt og krefjandi verkefni í smölun.“
 
Gleðistundirnar með hundunum
 
En hvað fær Elísabet út úr öllu þessu samneyti við hundana? „Þegar maður er úti á túni með efnilegan hund í kindum líður tíminn hratt. Hundarnir hafa svo mikla ánægju af þessu að hún smitast yfir á mann sjálfan. Að auki er gaman að sjá hvernig hund­inum fer fram og sjá þannig árangur af þeirri vinnu sem maður leggur í hundinn. Síðan eru þetta bara svo skemmtilegir einstaklingar og mikill félagsskapur af þeim.
 
„Ég á auðvitað margar minningar þar sem hundar koma við sögu í gegnum tíðina,“ segir Elísabet þegar hún er beðin um að rifja upp minnisstæðan atburð í lífi hennar tengdan hundum.  „Ef til vill er við hæfi að segja frá fyrstu minningunni. Ætli ég hafi ekki verið rúmlega tveggja ára því þá bjuggum við í Setbergslandi í Hafnarfirðinum sem þá var hálfgerð sveit. Pabbi átti nokkra hunda sem voru hýstir í útihúsi skammt frá húsinu okkar. Hann tók mig stund­um með að viðra hundana. Um leið og mér þótti þetta spenn­andi var ég hálf hrædd við þessa ærslabelgi, svo ég fékk að sitja ofan á þakinu á meðan hundarnir þurstu út um dyrn­ar og hlupu hver í kapp við annan um svæði sem í dag er þéttsetin íbúabyggð. Um leið og þetta er mín fyrsta minning um hunda þá er þetta líka ein af mín­um allra fyrstu minningum.“

2 myndir:

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...