Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs. og Rannveig Magnúsdóttir, sérfræðingur og starfsmaður Landverndar, ræða um birki og birkifræ í hlaðvarpi Landgræðslunnar.
Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs. og Rannveig Magnúsdóttir, sérfræðingur og starfsmaður Landverndar, ræða um birki og birkifræ í hlaðvarpi Landgræðslunnar.
Mynd / TB
Fréttir 9. júní 2021

Nýtt átak um söfnun birkifræs í burðarliðnum

Haustið 2020 var farið í átak til að safna birkifræi sem var dreift á völdum beitarfriðuðum svæðum í öllum landshlutum. Þessa dagana er verið að dreifa síðustu fræjunum en næsta haust verður efnt til nýs átaks.

Birki og birkisöfnun er til umræðu í nýjum hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar þar sem Áskell Þórisson ræðir við þau Rannveigu Magnúsdóttur, sérfræðing og starfsmann Landverndar og Kristin H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Kópavogs.

Markmiðið með birkisöfnunarátakinu er að útbreiða á ný birkiskóglendi sem þakti a.m.k. fjórðung landsins við landnám. Á rýru landi er gjarnan kolefnislosun því þar er gamall jarðvegur enn að rotna. Ef landið klæðist birkiskógi stöðvast þessi losun og binding hefst í staðinn.

Í þættinum kemur fram að stóraukin útbreiðsla innlendra trjátegunda sé mjög öflug leið til að draga úr og aðlagast áhrifum loftslagsbreytinga.

Nánari upplýsingar um birkisöfnunina er að finna á vefnum www.birkiskogur.is

Hlaðvarp Landgræðslunnar er að finna í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins. 

Umferðin eykst á Hringvegi
Fréttir 24. júní 2021

Umferðin eykst á Hringvegi

Umferð um Hringveg heldur áfram að aukast. Í nýliðnum maímánuði var hún 8,4% mei...

Skyrsalan hefur sveiflast í takti við þróun Covid-19 faraldursins
Fréttir 24. júní 2021

Skyrsalan hefur sveiflast í takti við þróun Covid-19 faraldursins

Sala á mjólk og sýrðum mjólkur­­vörum dróst saman um 3,5% í maí og hafði þá dreg...

Fjárfestahópur áformar að reka áfram hótel í Bændahöllinni
Fréttir 24. júní 2021

Fjárfestahópur áformar að reka áfram hótel í Bændahöllinni

Fjárfestahópur, sem tengist meðal annars Hótel Óðinsvéum, er í viðræðum við stjó...

Undrajurt Inkanna
Fréttir 23. júní 2021

Undrajurt Inkanna

Flóran hlaðvarpsþáttur Hlöðunnar um helstu nytjaplöntur jarðar, er kominn aftur ...

Einkaviðræður um sölu Bændahallarinnar hafnar
Fréttir 23. júní 2021

Einkaviðræður um sölu Bændahallarinnar hafnar

Sala á Bændahöllinni sem hýst hefur starfsemi Hótel Sögu í 59 ár virðist vera ve...

Gremjufræði, sannleikslitlar ævisögur og falsaðar dagbækur Hitlers meðal efnis í Sögu
Fréttir 21. júní 2021

Gremjufræði, sannleikslitlar ævisögur og falsaðar dagbækur Hitlers meðal efnis í Sögu

Markús Þórhallsson ræðir við Kristínu Svövu Tómasdóttur, ritstjóra, um innihald ...

Nýtt auðkennismerki á íslensku kjöti
Fréttir 21. júní 2021

Nýtt auðkennismerki á íslensku kjöti

Íslenskt gæðanaut er nýtt merki sem Landssamband kúabænda hefur verið að vinna a...

Leiðbeiningar um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum
Fréttir 18. júní 2021

Leiðbeiningar um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum

Nýverið undirritaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra nýja reglugerð um slátr...