Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs. og Rannveig Magnúsdóttir, sérfræðingur og starfsmaður Landverndar, ræða um birki og birkifræ í hlaðvarpi Landgræðslunnar.
Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs. og Rannveig Magnúsdóttir, sérfræðingur og starfsmaður Landverndar, ræða um birki og birkifræ í hlaðvarpi Landgræðslunnar.
Mynd / TB
Fréttir 9. júní 2021

Nýtt átak um söfnun birkifræs í burðarliðnum

Haustið 2020 var farið í átak til að safna birkifræi sem var dreift á völdum beitarfriðuðum svæðum í öllum landshlutum. Þessa dagana er verið að dreifa síðustu fræjunum en næsta haust verður efnt til nýs átaks.

Birki og birkisöfnun er til umræðu í nýjum hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar þar sem Áskell Þórisson ræðir við þau Rannveigu Magnúsdóttur, sérfræðing og starfsmann Landverndar og Kristin H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Kópavogs.

Markmiðið með birkisöfnunarátakinu er að útbreiða á ný birkiskóglendi sem þakti a.m.k. fjórðung landsins við landnám. Á rýru landi er gjarnan kolefnislosun því þar er gamall jarðvegur enn að rotna. Ef landið klæðist birkiskógi stöðvast þessi losun og binding hefst í staðinn.

Í þættinum kemur fram að stóraukin útbreiðsla innlendra trjátegunda sé mjög öflug leið til að draga úr og aðlagast áhrifum loftslagsbreytinga.

Nánari upplýsingar um birkisöfnunina er að finna á vefnum www.birkiskogur.is

Hlaðvarp Landgræðslunnar er að finna í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins. 

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...