Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Nýtingu á svæðisbundnum auðlindum
Fréttir 10. mars 2015

Nýtingu á svæðisbundnum auðlindum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matís auglýsir eftir umsóknum um verkefni sem fela í sér nýtingu á svæðisbundnum auðlindum.

Ætlast er til þess að verkefnið skili auknum verðmætum, aukinni sjálfbærni í nýtingu líf-auðlinda og/eða dragi úr lífrænu sorpi.


Stuðningurinn felst í sérfræðiráðgjöf við að koma vöru á markað og getur m.a. falist í aðstoð við uppsetningu vinnsluferla, vöruþróun, umbúðahönnun og mælingar (t.d. geymsluþols-, næringargildis-, efnamælingar- og/eða lífvirknimælingar)


Verkefnið er hluti af nýsköpunarverkefnum undir “Nordbio“ formennskuáætlun Íslands (2014-2016) í Norrænu ráðherranefndinni. Um er að ræða verkefni sem snúa að nýsköpun í matvælaframleiðslu, aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu og aukinni framleiðslu lífmassa. Sjá meira um heildarverkefnið hér.

Ekki verður greitt fyrir eigin vinnu umsækjanda, hráefni eða tækjakaup.

Gert er ráð fyrir að verkefnin hefjist í apríl og verði lokið í október 2015.

Umsóknafrestur er til 23. mars 2015. Sótt er um þátttöku með því að fylla út umsóknareyðublað sem má finna hér.


Matsblöð sem notuð verða við mat á umsóknum. Matsblað (á íslensku), Evaluering (in Danish).

Nánari upplýsingar veita Gunnþórunn Einarsdóttir og Þóra Valsdóttir hjá Matís.
 

Skylt efni: Matís | vöruþóun

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f