Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS, og Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri BÍ, undirrita samninginn.
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS, og Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri BÍ, undirrita samninginn.
Mynd / HKr.
Fréttir 25. júní 2015

Nýr kjarasamningur BÍ og Starfsgreinasambandsins

Þann 22. júní var undirritaður nýr kjarasamningur á milli Bændasamtaka Íslands og Starfs­greina­sambandsins.  Samningurinn byggist á aðalkjarasamningi SGS og Samtaka atvinnulífsins sem samið var um fyrir skemmstu. 
 
Nær samningurinn yfir starfsfólk sem vinnur almenn landbúnaðarstörf.  Sá samningur var einmitt samþykktur í almennri atkvæðagreiðslu SGS sama dag og samingurinn við BÍ var undirritaður. Launabreytingar eru með sama hætti og í aðalkjarasamningi sem og gildistíminn, en hann er til ársloka 2018.  
Einu sértæku breytingarnar eru annars vegar þær að samningurinn er ekki lengur bundinn við landbúnaðarstörf á lögbýlum. Það er einkum gert til að skýra stöðu starfsmanna á garðyrkjubýlum en sum þeirra eru ekki lögbýli. Hins vegar var samið um hækkun á frádrætti vegna fæðis- og húsnæðiskostnaðar starfsmanna.  
 
Samningurinn var staðfestur af stjórn BÍ þann 24. júní og er aðgengilegur á bondi.is.
Nokkrir bændur meðal styrkhafa
Fréttir 14. júní 2024

Nokkrir bændur meðal styrkhafa

Matvælaráðherra úthlutaði tæpum 500 milljónum króna úr Matvælasjóði þann 5. júní...

Ekkert hægt að gera
Fréttir 14. júní 2024

Ekkert hægt að gera

Æðarbændur fóru ekki varhluta af kulda og úrkomu á Norður- og Austurlandi í byrj...

Hretið seinkar vorverkum
Fréttir 13. júní 2024

Hretið seinkar vorverkum

Óveðrið sem gekk yfir Norður- og Norðausturland á dögunum hafði aðallega þau áhr...

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum
Fréttir 13. júní 2024

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum

Í byrjun maí sendi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, erindi til matvælaráðuneytisins þ...

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar
Fréttir 13. júní 2024

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar

Matvælaráðherra hefur sett á laggirnar viðbragðshóp vegna þeirra erfiðleika sem ...

Bein og langvinn áhrif á búgreinar
Fréttir 13. júní 2024

Bein og langvinn áhrif á búgreinar

Matvælaráðherra stofnaði þann 7. júní sérstakan viðbragðshóp vegna ótíðarinnar á...

Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...