Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS, og Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri BÍ, undirrita samninginn.
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS, og Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri BÍ, undirrita samninginn.
Mynd / HKr.
Fréttir 25. júní 2015

Nýr kjarasamningur BÍ og Starfsgreinasambandsins

Þann 22. júní var undirritaður nýr kjarasamningur á milli Bændasamtaka Íslands og Starfs­greina­sambandsins.  Samningurinn byggist á aðalkjarasamningi SGS og Samtaka atvinnulífsins sem samið var um fyrir skemmstu. 
 
Nær samningurinn yfir starfsfólk sem vinnur almenn landbúnaðarstörf.  Sá samningur var einmitt samþykktur í almennri atkvæðagreiðslu SGS sama dag og samingurinn við BÍ var undirritaður. Launabreytingar eru með sama hætti og í aðalkjarasamningi sem og gildistíminn, en hann er til ársloka 2018.  
Einu sértæku breytingarnar eru annars vegar þær að samningurinn er ekki lengur bundinn við landbúnaðarstörf á lögbýlum. Það er einkum gert til að skýra stöðu starfsmanna á garðyrkjubýlum en sum þeirra eru ekki lögbýli. Hins vegar var samið um hækkun á frádrætti vegna fæðis- og húsnæðiskostnaðar starfsmanna.  
 
Samningurinn var staðfestur af stjórn BÍ þann 24. júní og er aðgengilegur á bondi.is.
Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.