Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS, og Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri BÍ, undirrita samninginn.
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS, og Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri BÍ, undirrita samninginn.
Mynd / HKr.
Fréttir 25. júní 2015

Nýr kjarasamningur BÍ og Starfsgreinasambandsins

Þann 22. júní var undirritaður nýr kjarasamningur á milli Bændasamtaka Íslands og Starfs­greina­sambandsins.  Samningurinn byggist á aðalkjarasamningi SGS og Samtaka atvinnulífsins sem samið var um fyrir skemmstu. 
 
Nær samningurinn yfir starfsfólk sem vinnur almenn landbúnaðarstörf.  Sá samningur var einmitt samþykktur í almennri atkvæðagreiðslu SGS sama dag og samingurinn við BÍ var undirritaður. Launabreytingar eru með sama hætti og í aðalkjarasamningi sem og gildistíminn, en hann er til ársloka 2018.  
Einu sértæku breytingarnar eru annars vegar þær að samningurinn er ekki lengur bundinn við landbúnaðarstörf á lögbýlum. Það er einkum gert til að skýra stöðu starfsmanna á garðyrkjubýlum en sum þeirra eru ekki lögbýli. Hins vegar var samið um hækkun á frádrætti vegna fæðis- og húsnæðiskostnaðar starfsmanna.  
 
Samningurinn var staðfestur af stjórn BÍ þann 24. júní og er aðgengilegur á bondi.is.
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f