Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS, og Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri BÍ, undirrita samninginn.
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS, og Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri BÍ, undirrita samninginn.
Mynd / HKr.
Fréttir 25. júní 2015

Nýr kjarasamningur BÍ og Starfsgreinasambandsins

Þann 22. júní var undirritaður nýr kjarasamningur á milli Bændasamtaka Íslands og Starfs­greina­sambandsins.  Samningurinn byggist á aðalkjarasamningi SGS og Samtaka atvinnulífsins sem samið var um fyrir skemmstu. 
 
Nær samningurinn yfir starfsfólk sem vinnur almenn landbúnaðarstörf.  Sá samningur var einmitt samþykktur í almennri atkvæðagreiðslu SGS sama dag og samingurinn við BÍ var undirritaður. Launabreytingar eru með sama hætti og í aðalkjarasamningi sem og gildistíminn, en hann er til ársloka 2018.  
Einu sértæku breytingarnar eru annars vegar þær að samningurinn er ekki lengur bundinn við landbúnaðarstörf á lögbýlum. Það er einkum gert til að skýra stöðu starfsmanna á garðyrkjubýlum en sum þeirra eru ekki lögbýli. Hins vegar var samið um hækkun á frádrætti vegna fæðis- og húsnæðiskostnaðar starfsmanna.  
 
Samningurinn var staðfestur af stjórn BÍ þann 24. júní og er aðgengilegur á bondi.is.
Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í þessu tölublaði.

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...

Áskoranir og tækifæri
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar La...

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024
Fréttir 26. maí 2023

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024

Matvælastofnun hefur áréttað að ekki sé heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á...

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WT...

Tollkvótum útdeilt
Fréttir 25. maí 2023

Tollkvótum útdeilt

Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu lan...

Vantar hvata til að halda áfram
Fréttir 25. maí 2023

Vantar hvata til að halda áfram

Bændur á bæjunum Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá í Miðfirði standa nú í samningavið...

Nauðbeygður til að verjast
Fréttir 25. maí 2023

Nauðbeygður til að verjast

Bændur gætu verið í vanda telji þeir vindmyllur sem reisa á mögulega í nágrenni ...