Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Nýr framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna
Fréttir 24. febrúar 2014

Nýr framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna

Axel Ómarsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna ehf. og Landssambands hestamannafélaga. Axel tekur við af Haraldi Erni Gunnarssyni sem sinnti starfinu frá árinu 2011. Það kemur því í hlut Axels að stýra Landsmóti á Hellu í sumar.

Axel hefur verið áhugamaður um íslenska hestinn um árabil og hefur áður starfað að félagsmálum sem tengjast hestamennsku, meðal annars sem varaformaður Hestamannafélagsins Harðar og landsþingsfulltrúi um nokkurra ára skeið.  Axel kom einnig mikið að útflutningi á íslenskum hestum á árunum 1993-1999.  Axel hefur mikla reynslu af markaðsmálum tengdum íslenska hestinum, fyrirtækjarekstri og félagsmálum.

„Það er von okkar að með ráðningu Axels geti samtökin snúið við neikvæðri þróun undanfarinna ára, og blásið til nýrrar sóknar fyrir hestamennsku í landinu“, segir Haraldur Þórarinsson stjórnarformaður Landsmóts hestamanna og formaður stjórnar Landssambands hestamanna.    

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni
Fréttir 5. nóvember 2024

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni

Matís tekur þátt í Evrópuverkefni um skráningu örvera í matvælum og framleiðsluu...

Melrakki rannsakaður í krók og kring
Fréttir 4. nóvember 2024

Melrakki rannsakaður í krók og kring

Nú stendur yfir rannsókn á stofngerð íslensku tófunnar og stöðu hennar á þremur ...

Samvinna fremur en samkeppni
Fréttir 4. nóvember 2024

Samvinna fremur en samkeppni

Rétt neðan við afleggjara Landeyjahafnarvegar stendur reisulegt hús með gömlu ís...

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...