Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Nýr formaður hjá Búvest
Fréttir 16. apríl 2014

Nýr formaður hjá Búvest

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Nýr formaður var kosinn á aðalfundi Búnaðarsamtaka Vesturlands sem haldinn var fimmtudaginn 10. apríl síðastliðinn. Þórhildur Þorsteinsdóttir á Brekku var þá kjörin formaður í stað Guðnýjar H. Jakobsdóttur í Syðri-Knarrartungu en hún lét af embætti eftir níu ára stjórnarsetu. Halldór J. Gunnlaugsson á Hundastapa kom nýr inn í stjórn en áfram sitja þeir Daníel Ottesen á Ytra Hólmi, Valberg Sigfússon á Stóra-Vatnshorni og Kristján Magnússon í stjórninni.

Á fundinum kom fram að rekstur samtakanna var jákvæður um 1,5 milljónir á síðasta ári. Velta samtakanna á var 99 milljónir á árinu. Næg verkefni eru fram undan í starfi samtakanna, meðal annars vinnuverndarverkefni sem er á döfinni. Þá voru samþykktar ályktanir, meðal annars varðandi uppbyggingu og lagfæringu malarvega á starfssvæði Búvest, um að selja skuli Hótel Sögu og um stuðning við málflutning Bændasamtaka Íslands varðandi sjálfstæði Landbúnaðarháskólans.

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt
Fréttir 26. janúar 2023

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt

Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur skotist á toppinn ...