Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Nýir skrifstofukjarnar
Fréttir 8. maí 2023

Nýir skrifstofukjarnar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fyrirtækið Regus opnaði á dögunum nýjan skrifstofukjarna á Siglufirði og Stykkishólmi. Þar eru nú tugir starfsstöðva sem fólk og fyrirtæki geta leigt, bæði í opnum og lokuðum rýmum.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra opnaði kjarnann á Siglufirði. Hún sagði af því tilefni að ánægjulegt væri að einkaframtakið mæti með skrifstofurými meðal annars fyrir störf sem eru óháð staðsetningu. Rýmin byggju til einstök tækifæri fyrir Fjallabyggð og auki samkeppnishæfni sveitarfélagsins.

Í tilkynningu segir Erna Karla Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Regus á Íslandi, að æ fleiri sjái kostinn í því að vera ekki með fasta skrifstofu heldur sinna vinnunni hvar sem þeir eru hverju sinni.

Fyrirtækið rekur skrifstofukjarna á þrettán stöðum á landinu núna en stefnir á að fjölga þeim í 27 fyrir árslok 2027.