Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ný uppgjörsframsetning sýnir að mikil tækifæri eru til að bæta afkomu í sauðfjárrækt
Fréttir 16. apríl 2014

Ný uppgjörsframsetning sýnir að mikil tækifæri eru til að bæta afkomu í sauðfjárrækt

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt nýrri framsetningu Ráðgjafarþjónustu landbúnaðar-ins (RML) á greiningu á skýrlsu-haldsgögnum í sauðfjárrækt kemur fram mikill mismunur á tekjum bestu og slökustu búanna í greininni. Þannig eru bestu ærnar að skila þriðjungi betri tekjum í búið en þær slökustu. Ef miðað er við tvö jafn stór bú með 400 kindum, þá getur þar munað um þrem milljónum króna á tekjum. 
 
Uppgjöri sauðfjárræktarinnar fyrir árið 2013 lauk að mestu fyrir mánuði síðan. Í mörg ár hefur einungis tíðkast að birta niðurstöður þess sem afurðir eftir kind, reiknað í kílóum kjöts. Nú hafa skýrsluhaldsgögnin verið greind með meðalverðslíkani til að skoða áhrif einstakra þátta á meðalverð og þá afurðir í krónum talið eftir hverja vetrarfóðraða á.
 
Niðurstöður þessara greininga hafa nú verið gerðar aðgengilegar á heimasíðu RML. Á vefsíðu Landssamtaka sauðfjárbænda segir að þessar niðurstöðurnar sýni skýrt að mikil tækifæri séu til að bæta afkomu sauðfjárbúa. 
 
Samkvæmt líkaninu er hver ær á landinu að skila 19.500 krónum að jafnaði. Breytileikinn er talsverður. Á þeim búum sem sýna besta niðurstöðu er hver ær að skila rúmum 23.000 krónum á meðan að meðalærin á þeim búum sem sýna lakasta niðurstöðu er að skila 15.500 krónum. Þarna munar 7.500 krónum á kind á búum í efsta og neðsta flokki. Meðalstórt sauðfjárbú með 400 kindur í efsta flokki hefur því um þremur milljónum meira í tekjur en bú af sömu stærð í neðsta flokk.
 
Landssamtök sauðfjárbænda hvetja bændur eindregið til að kynna sér þessar greiningar á vefsíðu RML.
Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju ...

Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að...

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...