Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ný uppgjörsframsetning sýnir að mikil tækifæri eru til að bæta afkomu í sauðfjárrækt
Fréttir 16. apríl 2014

Ný uppgjörsframsetning sýnir að mikil tækifæri eru til að bæta afkomu í sauðfjárrækt

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt nýrri framsetningu Ráðgjafarþjónustu landbúnaðar-ins (RML) á greiningu á skýrlsu-haldsgögnum í sauðfjárrækt kemur fram mikill mismunur á tekjum bestu og slökustu búanna í greininni. Þannig eru bestu ærnar að skila þriðjungi betri tekjum í búið en þær slökustu. Ef miðað er við tvö jafn stór bú með 400 kindum, þá getur þar munað um þrem milljónum króna á tekjum. 
 
Uppgjöri sauðfjárræktarinnar fyrir árið 2013 lauk að mestu fyrir mánuði síðan. Í mörg ár hefur einungis tíðkast að birta niðurstöður þess sem afurðir eftir kind, reiknað í kílóum kjöts. Nú hafa skýrsluhaldsgögnin verið greind með meðalverðslíkani til að skoða áhrif einstakra þátta á meðalverð og þá afurðir í krónum talið eftir hverja vetrarfóðraða á.
 
Niðurstöður þessara greininga hafa nú verið gerðar aðgengilegar á heimasíðu RML. Á vefsíðu Landssamtaka sauðfjárbænda segir að þessar niðurstöðurnar sýni skýrt að mikil tækifæri séu til að bæta afkomu sauðfjárbúa. 
 
Samkvæmt líkaninu er hver ær á landinu að skila 19.500 krónum að jafnaði. Breytileikinn er talsverður. Á þeim búum sem sýna besta niðurstöðu er hver ær að skila rúmum 23.000 krónum á meðan að meðalærin á þeim búum sem sýna lakasta niðurstöðu er að skila 15.500 krónum. Þarna munar 7.500 krónum á kind á búum í efsta og neðsta flokki. Meðalstórt sauðfjárbú með 400 kindur í efsta flokki hefur því um þremur milljónum meira í tekjur en bú af sömu stærð í neðsta flokk.
 
Landssamtök sauðfjárbænda hvetja bændur eindregið til að kynna sér þessar greiningar á vefsíðu RML.
Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...