Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Páfagaukur af tegundinni Amazona gomezgarzai.
Páfagaukur af tegundinni Amazona gomezgarzai.
Mynd / Tony Silva
Fréttir 8. júlí 2017

Ný páfagaukategund finnst í Mexíkó

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Ný tegund Amason páfagauks hefur verið staðfest af vísindamönnum. Nýlega birtist grein í tímaritinu PeerJ um tegundina Amazona gomezgarzai sem fuglaáhugamaðurinn Miguel A. Gómez Garza fann á Yugatán skaga í Mexíkó árið 2014. 
 
Fuglinn er um 25 cm hár og um 200 g að þyngd. Hann er grænn að lit með bláar vængfjaðrir og einkennandi rauðan blett á andliti. Hljóð fuglsins mun einnig vera sértækt, hátt, stutt og endurtekningarsamt. Þar að auki hermir hann eftir einum af sínum verstu óvinum, haukinum.
 
Vísindamennirnir leiða að því líkum að þessi háttur páfagaukanna sé aðferð þeirra við að hræða aðra fugla frá nærliggjandi trjám og afla sér þar með fæðu. 
 
DNA prófanir á páfagaukunum leiddi í ljós að tegundin þróast út frá hvítum Amason páfagauki (Amazona albifrons) sem voru innfæddir á svæðinu fyrir um 120.000 árum síðan.
 
Aðeins er talið að stofnstærð páfagauksins sé um 100 einstaklingar og er hann því þegar skilgreindur sem tegund í bráðri útrýmingarhættu. Flestallar villtar tegundir Amason fugla teljast í útrýmingarhættu en þeim stendur gríðarleg ógn af eyðingu regnskóga.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...