Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Páfagaukur af tegundinni Amazona gomezgarzai.
Páfagaukur af tegundinni Amazona gomezgarzai.
Mynd / Tony Silva
Fréttir 8. júlí 2017

Ný páfagaukategund finnst í Mexíkó

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Ný tegund Amason páfagauks hefur verið staðfest af vísindamönnum. Nýlega birtist grein í tímaritinu PeerJ um tegundina Amazona gomezgarzai sem fuglaáhugamaðurinn Miguel A. Gómez Garza fann á Yugatán skaga í Mexíkó árið 2014. 
 
Fuglinn er um 25 cm hár og um 200 g að þyngd. Hann er grænn að lit með bláar vængfjaðrir og einkennandi rauðan blett á andliti. Hljóð fuglsins mun einnig vera sértækt, hátt, stutt og endurtekningarsamt. Þar að auki hermir hann eftir einum af sínum verstu óvinum, haukinum.
 
Vísindamennirnir leiða að því líkum að þessi háttur páfagaukanna sé aðferð þeirra við að hræða aðra fugla frá nærliggjandi trjám og afla sér þar með fæðu. 
 
DNA prófanir á páfagaukunum leiddi í ljós að tegundin þróast út frá hvítum Amason páfagauki (Amazona albifrons) sem voru innfæddir á svæðinu fyrir um 120.000 árum síðan.
 
Aðeins er talið að stofnstærð páfagauksins sé um 100 einstaklingar og er hann því þegar skilgreindur sem tegund í bráðri útrýmingarhættu. Flestallar villtar tegundir Amason fugla teljast í útrýmingarhættu en þeim stendur gríðarleg ógn af eyðingu regnskóga.
Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...