Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór fram 22. febrúar og 7. mars, samtals 616 kindur, í kjölfar þess að riðusmit var staðfest í skimunarsýni í sláturhúsi.

Staðfest smit var frá bænum Eiðsstöðum, en þar sem búrekstur þar er sameiginlegur með nágranna- bænum Guðlaugsstöðum var metið sem svo að féð á bæjunum væri ein hjörð með tilliti til sóttvarna. Heildarfjöldi fjár á báðum bæjum var um 700.

Hlutaniðurskurður í boði

Í samræmi við breytingareglugerð um riðuveiki og útrýmingu hennar var bændum boðið upp á að láta arfgerðagreina hjörðina og þar sem arfgerðagreiningar leiddu í ljós að bæði verndandi og mögulega verndandi (MV) arfgerðir voru í hjörðinni var þeim boðið upp á hlutaniðurskurð.

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins útbjó ræktunaráætlun fyrir hjörðina og mögulegar sviðsmyndir voru skoðaðar áður en tekin var ákvörðun í samráði við bændurna um hlutaniðurskurð. Í framhaldinu var það fé sem ber verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir undanskilið niðurskurði, sem var samtals 50 fjár á báðum bæjum; fjórar kindur með verndandi og 46 með mögulega verndandi, samkvæmt upplýsingum frá Þorvaldi H. Þórðarsyni, starfandi yfirdýralækni Matvælastofnunar.

Aðkeyptir hrútar skulu vera arfhreinir ARR

Meðal helstu skilyrða fyrir uppbyggingu hjarðarinnar að nýju eru að skylt er að nota arfhreina ARR hrúta í ræktun auk hrúta sem bera MV/MV arfgerðir. Aðeins árið 2024 er í undantekningatilvikum heimilt að nota eigin ARR/x hrúta (x má ekki vera VRQ).

Aðkeyptir hrútar skulu vera ARR/ ARR, en heimilt er að kaupa ARR/x gimbrar svo lengi sem x er ekki VRQ.

Þá ber að einangra þær kindur sem ekki verða skornar niður og þær sem við hjörðina kunna að bætast og halda innan fjárheldra girðinga á bænum í allt að sjö ár frá niðurskurði, enda greinist hefðbundin riða ekki á því tímabili. Matvælastofnun er þó heimilt að leyfa að kindurnar séu haldnar í einangrun annars staðar.

Skylt er að rækta upp hjörðina með það að markmiði að hún verði ónæm fyrir riðu. Þegar 75% hluti hjarðarinnar með ARR/ARR og restin ARR/ MV er Matvælastofnun heimilt að aflétta einangrun en þó aldrei fyrr en að liðnum tveimur árum frá niðurskurði.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...