Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Næstmesta kalið á þessari öld
Fréttir 12. júlí 2016

Næstmesta kalið á þessari öld

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það er enn ekki búið að taka saman hvert heildarumfang kals er, það verður ekki að fullu ljóst fyrr en í haust að lokinni hey­öflun. Þá ætti að liggja fyrir hvert uppskeru tap verður vegna kals,“ segir Sigurgeir B. Hreinsson, formaður stjórnar Bjargráðasjóðs og framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar.

Sigurgeir segir að kal nú í vor sé þó með meira móti, það næstmesta á þessari öld, næst á eftir kalárinu mikla árið 2013. Bændur sem telja sig eiga rétt á bótum úr Bjargráðasjóði munu senda inn umsóknir næsta haust, í tengslum við skil á forðagæsluskýrslum, en þeim ber að skila inn í síðasta lagi 20. nóvember. 

Forðagæsluskýrslur munu liggja til grundvallar á mati á tjóni, en við tökum mið af uppskeru liðinna ára og metum hvert uppskerutapið er miðað við það,“ segir Sigurgeir.

Hann segir menn víða komna vel áleiðis í heyskap en í öllum landshlutum nema á Vesturlandi setja þurrkar mikið strik í reikninginn. „Það hefur rignt afskaplega lítið og jafnvel ekki neitt sums staðar, þannig að það er alls ekki til bóta.  Uppskera er af öllum toga, bændur segja mér sumir að hún sé alveg hörmung og upp í það að vera þokkaleg,“ segir Sigurgeir.

Skylt efni: Kal

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...