Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Myndi fylla 34 kílómetra djúpan tank sem næði yfir allt Ísland
Fréttir 21. janúar 2015

Myndi fylla 34 kílómetra djúpan tank sem næði yfir allt Ísland

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Í jólablaði Bændablaðsins 18. desember 2014 var greint frá bágri stöðu grunnvatnsbirgða víða um heim. Sem betur fer er það eitthvað sem ekki er farið að valda vandræðum á Íslandi, en allur er varinn samt góður. 

Það virtist því ætla að verða nokkur sárabót í þessari umræðu er greint var frá því sama dag og jólablaðið kom út að jarðfræðingar hafi uppgötvað gríðarlegar neðanjarðarlindir undir Kanada. Er vatnið í þeim talið nema um 2,5 milljónum rúmmílna, að því er fram kemur í Mail Online, eða sem svarar 10.420.456 rúmkílómetrum. Þar er álíka mikið vatn og kæmist í 33,7 kílómetra djúpan tank sem næði yfir allt flatarmál Íslands.

Um 2,7 milljarða ára gamalt vatn

Samkvæmt kanadískum vísindamönnum nemur þessi vatnsfundur meiru en því sem er að finna í öllum ám, fljótum, stöðuvötnum og fenjum jarðar.  Gallinn við þetta vatn er að það er 2,7 milljarða ára gamalt, mjög saltríkt og bragðið af því er hræðilegt að sögn vísindamanna.

Í einni zink- og koparnámu í Kanada sem rannsökuð var hefur þetta forna vatn verið að seytla upp um glufur í marga áratugi. Úr rannsóknum á gasísatópum sem safnast hafa í vatnið í tímans rás hafa vísindamenn getað áætlað aldur vatnsins. Telja þeir það vera allt að 2,7 milljarða ára gamalt.

Mögulega svipuð staða á Mars

Hefur þessi uppgötvun leitt hugann að rannsóknum á Mars þar sem milljarða ára gamalt berg er talið hafa getað safnað í sig vatni líkt og á jörðinni.

Kanadískir og breskir vísinda­menn uppgötvuðu þetta eftir að hafa verið að skoða berg í 19 námum í Kanada, Suður-Afríku og í Skandinavíu. Þá komust þeir að því að gríðarlega mikið af forsögulegu vatni er bundið í berglögum í jarðskorpunni.

Það var jarðfræðingurinn Barbara Sherwood Lollar, prófessor við Toronto-háskóla í Kanada, sem leiddi þessa rannsókn í samstarfi við félaga sína í Oxford-háskóla í Bretlandi. Voru tekin vatnssýni sem lokað var inni í svokölluðum Precambrian-berglögum, sem er elsta berg jarðskorpunnar. Voru sýni tekin í 19 námum í Kanada, Suður-Afríku og í Skandinavíu. Þessi berglög eru um 70% af jarðskorpunni.

Skylt efni: Umhverfismál | vatn

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...