Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Myndi fylla 34 kílómetra djúpan tank sem næði yfir allt Ísland
Fréttir 21. janúar 2015

Myndi fylla 34 kílómetra djúpan tank sem næði yfir allt Ísland

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Í jólablaði Bændablaðsins 18. desember 2014 var greint frá bágri stöðu grunnvatnsbirgða víða um heim. Sem betur fer er það eitthvað sem ekki er farið að valda vandræðum á Íslandi, en allur er varinn samt góður. 

Það virtist því ætla að verða nokkur sárabót í þessari umræðu er greint var frá því sama dag og jólablaðið kom út að jarðfræðingar hafi uppgötvað gríðarlegar neðanjarðarlindir undir Kanada. Er vatnið í þeim talið nema um 2,5 milljónum rúmmílna, að því er fram kemur í Mail Online, eða sem svarar 10.420.456 rúmkílómetrum. Þar er álíka mikið vatn og kæmist í 33,7 kílómetra djúpan tank sem næði yfir allt flatarmál Íslands.

Um 2,7 milljarða ára gamalt vatn

Samkvæmt kanadískum vísindamönnum nemur þessi vatnsfundur meiru en því sem er að finna í öllum ám, fljótum, stöðuvötnum og fenjum jarðar.  Gallinn við þetta vatn er að það er 2,7 milljarða ára gamalt, mjög saltríkt og bragðið af því er hræðilegt að sögn vísindamanna.

Í einni zink- og koparnámu í Kanada sem rannsökuð var hefur þetta forna vatn verið að seytla upp um glufur í marga áratugi. Úr rannsóknum á gasísatópum sem safnast hafa í vatnið í tímans rás hafa vísindamenn getað áætlað aldur vatnsins. Telja þeir það vera allt að 2,7 milljarða ára gamalt.

Mögulega svipuð staða á Mars

Hefur þessi uppgötvun leitt hugann að rannsóknum á Mars þar sem milljarða ára gamalt berg er talið hafa getað safnað í sig vatni líkt og á jörðinni.

Kanadískir og breskir vísinda­menn uppgötvuðu þetta eftir að hafa verið að skoða berg í 19 námum í Kanada, Suður-Afríku og í Skandinavíu. Þá komust þeir að því að gríðarlega mikið af forsögulegu vatni er bundið í berglögum í jarðskorpunni.

Það var jarðfræðingurinn Barbara Sherwood Lollar, prófessor við Toronto-háskóla í Kanada, sem leiddi þessa rannsókn í samstarfi við félaga sína í Oxford-háskóla í Bretlandi. Voru tekin vatnssýni sem lokað var inni í svokölluðum Precambrian-berglögum, sem er elsta berg jarðskorpunnar. Voru sýni tekin í 19 námum í Kanada, Suður-Afríku og í Skandinavíu. Þessi berglög eru um 70% af jarðskorpunni.

Skylt efni: Umhverfismál | vatn

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...