Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Myndi fylla 34 kílómetra djúpan tank sem næði yfir allt Ísland
Fréttir 21. janúar 2015

Myndi fylla 34 kílómetra djúpan tank sem næði yfir allt Ísland

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Í jólablaði Bændablaðsins 18. desember 2014 var greint frá bágri stöðu grunnvatnsbirgða víða um heim. Sem betur fer er það eitthvað sem ekki er farið að valda vandræðum á Íslandi, en allur er varinn samt góður. 

Það virtist því ætla að verða nokkur sárabót í þessari umræðu er greint var frá því sama dag og jólablaðið kom út að jarðfræðingar hafi uppgötvað gríðarlegar neðanjarðarlindir undir Kanada. Er vatnið í þeim talið nema um 2,5 milljónum rúmmílna, að því er fram kemur í Mail Online, eða sem svarar 10.420.456 rúmkílómetrum. Þar er álíka mikið vatn og kæmist í 33,7 kílómetra djúpan tank sem næði yfir allt flatarmál Íslands.

Um 2,7 milljarða ára gamalt vatn

Samkvæmt kanadískum vísindamönnum nemur þessi vatnsfundur meiru en því sem er að finna í öllum ám, fljótum, stöðuvötnum og fenjum jarðar.  Gallinn við þetta vatn er að það er 2,7 milljarða ára gamalt, mjög saltríkt og bragðið af því er hræðilegt að sögn vísindamanna.

Í einni zink- og koparnámu í Kanada sem rannsökuð var hefur þetta forna vatn verið að seytla upp um glufur í marga áratugi. Úr rannsóknum á gasísatópum sem safnast hafa í vatnið í tímans rás hafa vísindamenn getað áætlað aldur vatnsins. Telja þeir það vera allt að 2,7 milljarða ára gamalt.

Mögulega svipuð staða á Mars

Hefur þessi uppgötvun leitt hugann að rannsóknum á Mars þar sem milljarða ára gamalt berg er talið hafa getað safnað í sig vatni líkt og á jörðinni.

Kanadískir og breskir vísinda­menn uppgötvuðu þetta eftir að hafa verið að skoða berg í 19 námum í Kanada, Suður-Afríku og í Skandinavíu. Þá komust þeir að því að gríðarlega mikið af forsögulegu vatni er bundið í berglögum í jarðskorpunni.

Það var jarðfræðingurinn Barbara Sherwood Lollar, prófessor við Toronto-háskóla í Kanada, sem leiddi þessa rannsókn í samstarfi við félaga sína í Oxford-háskóla í Bretlandi. Voru tekin vatnssýni sem lokað var inni í svokölluðum Precambrian-berglögum, sem er elsta berg jarðskorpunnar. Voru sýni tekin í 19 námum í Kanada, Suður-Afríku og í Skandinavíu. Þessi berglög eru um 70% af jarðskorpunni.

Skylt efni: Umhverfismál | vatn

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara