Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Morgunfundir um landbúnaðarmál
Fréttir 15. janúar 2024

Morgunfundir um landbúnaðarmál

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði efna til morgunfundaraðar um landbúnaðarmál.

Fundirnir eru hugsaðir sem umræðuvettvangur fyrir hvers konar málefni er snerta landbúnaðinn, að því er fram kemur í tilkynningu.

Fundirnir verða með óformlegu sniði þar sem fólki gefst tækifæri til að kynna sínar athuganir og hugmyndir og eftir að framsögu lýkur gefst tími til fyrirspurna og almennra umræðna.

„Það er töluverð eftirspurn eftir frekari umræðum um málefni landbúnaðarins í samfélaginu í dag, hvort sem er frá þeim sem starfa í greininni, stjórnmálafólki eða öðrum. Með þessu framtaki viljum við efla og auðga umræðuna og veita tækifæri til frekari upplýsinga-miðlunar“ segir Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri SAFL. Fyrsti morgunfundurinn verður haldinn 18. janúar nk. kl. 9 í húsakynnum Mjólkursamsölunnar að Bitruhálsi 1 í Reykjavík. Þá mun Erna Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá Mjólkursamsölunni, fjalla um innflutning á landbúnaðarafurðum og tollamál.

Málstofan er opin öllum.

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...