Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frá Þórshöfn.
Frá Þórshöfn.
Fréttir 3. júní 2016

Mikilvægt að koma upp öflugum fjallskilasjóði í Langanesbyggð

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Mikilvægt er að koma á öflugum fjallskilasjóði til að hægt sé að viðhalda girðingum, réttum, aðhöldum og gangnamannakofum, segir í fundargerð landbúnaðarnefndar Langanesbyggðar.
 
Fram kemur í bókun nefndarinnar að nefndin hafi þegar komið með tillögu um hvernig hægt væri að koma upp öflugum fjallskilasjóði, en það var gert á fundi nefndarinnar á liðnum vetri.
 
Nú þegar liggur fyrir kostnaðaráætlun á allar jarðir sveitarfélagsins og fylgdi hún með fundargerð frá því í mars síðastliðnum. Jafnframt hefur nefndin lagt til að tekin verði upp gjaldtaka fyrir fé sem smalast úr nágrannasveitarfélögum og verði það gjald í samræmi við hverja kind í Langanesbyggð.
 
Ástandið versnar ár frá ári
 
„Afar mikilvægt er að koma þessu máli af stað því með hverju árinu sem líður versnar ástandið til muna. Kofar verða ónýtir, heiðargirðing á lokastigi, komið að viðhaldi á nokkrum aðhöldum og Ósrétt þarfnast verulegs viðhalds innan fjögurra ára. Ef sveitarstjórn hefur aðra tillögu um hvernig hægt er að útfæra fjallskilasjóð þá óskar landbúnaðarnefnd eftir upplýsingum um þá tillögu sem allra fyrst,“ segir í bókun nefndarinnar.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...