Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá Þórshöfn.
Frá Þórshöfn.
Fréttir 3. júní 2016

Mikilvægt að koma upp öflugum fjallskilasjóði í Langanesbyggð

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Mikilvægt er að koma á öflugum fjallskilasjóði til að hægt sé að viðhalda girðingum, réttum, aðhöldum og gangnamannakofum, segir í fundargerð landbúnaðarnefndar Langanesbyggðar.
 
Fram kemur í bókun nefndarinnar að nefndin hafi þegar komið með tillögu um hvernig hægt væri að koma upp öflugum fjallskilasjóði, en það var gert á fundi nefndarinnar á liðnum vetri.
 
Nú þegar liggur fyrir kostnaðaráætlun á allar jarðir sveitarfélagsins og fylgdi hún með fundargerð frá því í mars síðastliðnum. Jafnframt hefur nefndin lagt til að tekin verði upp gjaldtaka fyrir fé sem smalast úr nágrannasveitarfélögum og verði það gjald í samræmi við hverja kind í Langanesbyggð.
 
Ástandið versnar ár frá ári
 
„Afar mikilvægt er að koma þessu máli af stað því með hverju árinu sem líður versnar ástandið til muna. Kofar verða ónýtir, heiðargirðing á lokastigi, komið að viðhaldi á nokkrum aðhöldum og Ósrétt þarfnast verulegs viðhalds innan fjögurra ára. Ef sveitarstjórn hefur aðra tillögu um hvernig hægt er að útfæra fjallskilasjóð þá óskar landbúnaðarnefnd eftir upplýsingum um þá tillögu sem allra fyrst,“ segir í bókun nefndarinnar.
Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...