Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Frá Þórshöfn.
Frá Þórshöfn.
Fréttir 3. júní 2016

Mikilvægt að koma upp öflugum fjallskilasjóði í Langanesbyggð

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Mikilvægt er að koma á öflugum fjallskilasjóði til að hægt sé að viðhalda girðingum, réttum, aðhöldum og gangnamannakofum, segir í fundargerð landbúnaðarnefndar Langanesbyggðar.
 
Fram kemur í bókun nefndarinnar að nefndin hafi þegar komið með tillögu um hvernig hægt væri að koma upp öflugum fjallskilasjóði, en það var gert á fundi nefndarinnar á liðnum vetri.
 
Nú þegar liggur fyrir kostnaðaráætlun á allar jarðir sveitarfélagsins og fylgdi hún með fundargerð frá því í mars síðastliðnum. Jafnframt hefur nefndin lagt til að tekin verði upp gjaldtaka fyrir fé sem smalast úr nágrannasveitarfélögum og verði það gjald í samræmi við hverja kind í Langanesbyggð.
 
Ástandið versnar ár frá ári
 
„Afar mikilvægt er að koma þessu máli af stað því með hverju árinu sem líður versnar ástandið til muna. Kofar verða ónýtir, heiðargirðing á lokastigi, komið að viðhaldi á nokkrum aðhöldum og Ósrétt þarfnast verulegs viðhalds innan fjögurra ára. Ef sveitarstjórn hefur aðra tillögu um hvernig hægt er að útfæra fjallskilasjóð þá óskar landbúnaðarnefnd eftir upplýsingum um þá tillögu sem allra fyrst,“ segir í bókun nefndarinnar.
Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...