Vestmannaeyjar: Íbúar í Vestmannaeyjum eru ánægðastir þegar kemur að þjónustu sveitarfélaga við íbúa sína.
Vestmannaeyjar: Íbúar í Vestmannaeyjum eru ánægðastir þegar kemur að þjónustu sveitarfélaga við íbúa sína.
Mynd / Aðsend
Fréttir 10. júlí 2024

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hamingja íbúa í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði mælist mest á landinu í nýrri íbúakönnun landshlutanna.

Íbúar Stranda og Reykhóla ásamt Vestur- Húnavatnssýslu voru óhamingjusamastir í könnuninni. Í könnuninni var afstaða þátttakenda til eigin hamingju og almennrar ánægju með þjónustu sveitarfélagsins þar sem þeir búa dregin saman. Þá mælir könnunin alls 40 búsetuskilyrði eftir 24 landshlutum. Íbúakönnun landshlutanna er samstarfsverkefni allra landshlutasamtaka sveitarfélaga, utan höfuðborgarsvæðisins, ásamt Byggðastofnun. Þátttakendur voru um 11.500.

Eyjamenn ánægðastir með þjónustu

Samkvæmt könnuninni eru Eyjamenn ánægðastir með þjónustu sveitarfélagsins, eða rúmlega 80%, en fast á hæla þeirra fylgdu Akureyringar og íbúar Rangárvallasýslu. Lægst var hlutfall ánægðra íbúa í Vogum, rúmlega 50%, á Ströndum og Reykhólum auk Fjarðabyggðar. Höfuðborgarsvæðið lenti í sjötta sæti af 24 svæðum þegar íbúar voru spurðir almennt um ánægju þeirra með þjónustu sveitarfélaga, og kom Reykjavík verst út af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.

Eyfirðingar ánægðir með búsetuskilyrðin

Eyfirðingar, Skagfirðingar og Akureyringar voru ánægðastir með búsetuskilyrði í sínum sveitarfélögum, en íbúar á Ströndum og Reykhólahreppi, Skaftafellssýslum og Austur-Húnavatnssýslu óánægðastir. Ánægja í Dölum jókst hins vegar mest á milli kannana þegar spurt var um búsetuskilyrði en Þingeyjarsýsla, Eyjafjörður, Hérað og Norður-Múlasýsla hækkuðu líka mikið á milli kannana. Mest lækkuðu hins vegar Vestmannaeyjar, Skaftafellssýslur og Austur-Húnavatnssýsla.

Vilja ekki flytja úr sínu sveitarfélagi

Samkvæmt niðurstöðunum eru Þingeyingar, Akureyringar og Skagamenn ólíklegastir til að flytja úr sínum sveitarfélögum, en þaðan töldu 9% frekar eða mjög líklegt að þeir myndu flytja á næstu tveimur árum. Líklegastir til að flytja voru íbúar Grindavíkur, Stranda og Reykhóla og S-Vestfjarða en ekki bárust mörg svör frá Grindavík og meirihluti þeirra barst fyrir örlagadaginn 10. nóvember 2023.

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...