Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Markaðsráð kindakjöts sækir um undanþágu frá samkeppnislögum vegna markaðssetningar
Mynd / BBL
Fréttir 14. júní 2017

Markaðsráð kindakjöts sækir um undanþágu frá samkeppnislögum vegna markaðssetningar

Í tilkynningu sem Markaðsráð kindakjöts sendi frá sér í gær kemur fram að leitað hafi verið til Samkeppniseftirlitsins með ósk um undanþágu frá samkeppnislögum vegna samstarfs sláturleyfishafa á Íslandi um útflutning og markaðssetningu íslensks kindakjöts á erlendum mörkuðum. 

Tilgangurinn er að stuðla samhliða að betri nýtingu fjármuna og auknum árangri í útflutningi og markaðssetningu,

„Við erum að framleiða hágæða vörur við einstakar aðstæður. Við teljum að þessi sérstaða geti skapað mikil tækifæri til markaðssetningar kindakjöts á erlendum mörkum sé rétt staðið að málum. Það er hins vegar afar hörð samkeppni á þessum mörkuðum og því er nauðsynlegt  þeir aðilar sem koma að þessum málum hér á landi geti snúið bökum saman til að auka líkur á árangri,“ er haft eftir Oddnýju Steinu Valsdóttir, formanns Markaðsráðs kindakjöts, í tilkynningunni. „Sauðfjárbændur hafa þurft að taka á sig afurðarverðslækkanir á undanförnum árum. Með öflugra útflutningsstarfi er markmiðið að breyta þeirri þróun og auka stöðugleika í útflutningi,“ segir hún.

Markaðsráð mun hafa yfirumsjón með útflutningnum

Í tilkynningunni segir enn fremur: „Útflutningur á lambakjöti hefur hingað til verið á hendi hvers og eins sláturleyfishafa en öll markaðssetning erlendis hefur verið undir merkjum íslensks lambs. Fyrirtækin hafa hins vegar ekki hvert fyrir sig fjárhagslega burði til að standa að útflutningi með þeim hætti sem nauðsynlegt er í þeirri hörðu samkeppni sem er á stærri markaðssvæðum. Sameiginleg velta íslenskrar sauðfjárræktar er talin í milljörðum króna en stærstu framleiðslulönd sauðfjárafurða telja veltu sína í þúsundum milljarða. Að auki hafa framleiðendur mörgum þeirra landa gripið til víðtækrar samvinnu eða stofnunnar sameiginlegra markaðs- og útflutningsfyrirtækja fyrir heilu framleiðslugreinarnar. Því er mikilvægt að íslensk fyrirtæki geti sameinað krafta sína til þess að hægt sé að ná árangri.

Samstarfið byggir á því að Markaðsráð kindakjöts bjóði hverjum og einum sláturleyfishafa að taka þátt á grundvelli sérstaks samnings þar um. Í samningunum myndi felast að sláturleyfishafi skuldbindi sig til að flytja út tiltekinn hluta þess lambakjöts sem hann framleiðir á gildistíma undanþágunnar. Markaðsráð mun hafa yfirumsjón með útflutningnum og halda utan um þau gögn sem verkefninu tilheyra.

Samstarf tekur aðeins til útflutnings og markaðsstarfs

Ef af samstarfinu verður munu sláturleyfishafar láta Markaðsráði kindakjöts í té opinber gögn um viðskipti á erlendum mörkuðum, þ.e. afrit af reikningum, tollskýrslum og farmbréfum sem staðfesti að afurðir hafi farið úr landi. Markaðsráð myndi halda utan um gögnin og yrði enn fremur óheimilt að miðla þeim á milli sláturleyfishafa. Miðlun slíkra upplýsinga hvað innanlandsmarkað varðar yrði áfram með öllu óheimil.

Markaðsráð kindakjöts telur ekki að samstarfið sé til þess fallið að raska samkeppni hér á landi og falli í meginatriðum utan gildissviðs samkeppnislaga enda lýtur það ekki að neinu leyti að sölu eða markaðssetningu kindakjöts á Íslandi eða innlendri starfsemi sláturleyfishafa að öðru leyti. Ósk Markaðsráðs til Samkeppniseftirlitsins felur í sér undanþágu til 1. september 2019 og munu aðilar samstarfsins láta samstundis af samvinnunni þegar undanþágan rennur út. Við lok frestsins skal skila Samkeppniseftirlitinu greinargerð um framkvæmd samkomulagsins og hvernig því er lokið gagnvart aðilum þeim sem verkefnið lýtur að.“

Starfshópur um stofnun þjóðgarðs
Fréttir 9. september 2024

Starfshópur um stofnun þjóðgarðs

Drífa Hjartardóttir hefur verið skipuð formaður starfshóps sem á að undirbúa og ...

Atrenna að minni losun landbúnaðar
Fréttir 6. september 2024

Atrenna að minni losun landbúnaðar

Í uppfærðri aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum, sem kynnt var í vor og e...

Verkefnisstjórn loftslagsaðgerða
Fréttir 6. september 2024

Verkefnisstjórn loftslagsaðgerða

Ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum var kynnt um miðjan júní. Nýlega var skipuð ve...

Nýr hornsteinn lagður að Sögu
Fréttir 5. september 2024

Nýr hornsteinn lagður að Sögu

Lagður var nýr hornsteinn að húsinu sem lengst af gekk undir nafninu Bændahöllin...

Upplýsingasíða um riðuvarnir
Fréttir 5. september 2024

Upplýsingasíða um riðuvarnir

Karólína Elísabetardóttir í Hvammshlíð, frumkvöðull í riðumálum, hefur tekið sam...

Hálfíslenskur bóndi á lífrænu búi
Fréttir 5. september 2024

Hálfíslenskur bóndi á lífrænu búi

Á ferð sinni um Jótland hitti Magnús Halldórsson, umsjónarmaður Vísnahorns Bænda...

Viðfangsefnin spanna alla virðiskeðjuna
Fréttir 5. september 2024

Viðfangsefnin spanna alla virðiskeðjuna

Matís gaf Grænmetisbókina út í sumar, sem er heildstætt vefrit um margar hliðar ...

Óviðjafnanleg fágun
Fréttir 5. september 2024

Óviðjafnanleg fágun

Bændablaðið fékk til prufu EQE SUV rafmagnsbílinn frá Mercedes Benz. Um er að ræ...

Brögðóttur Aðalsteinn
10. september 2024

Brögðóttur Aðalsteinn

Heimsframleiðslan 37 milljarða virði
10. september 2024

Heimsframleiðslan 37 milljarða virði

Manstu vorið?
10. september 2024

Manstu vorið?

Berjaflóra Íslendinga
10. september 2024

Berjaflóra Íslendinga

Af hverju lífræni dagurinn?
10. september 2024

Af hverju lífræni dagurinn?