Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Málþing um riðu í kvöld
Fréttir 16. janúar 2017

Málþing um riðu í kvöld

Héraðsdýralæknir Matvælastofnunar munu fræða bændur og aðra áhugasama um riðuveiki í sauðfé á málþingi um riðu þriðjudaginn 17. janúar kl. 20:00 í Miðgarði í Varmahlíð. Félag sauðfjárbænda í Skagafirði og Búnaðarsamband Skagfirðinga standa fyrir málþinginu.

Fluttir verða fyrirlestrar um arfgerðir, arfgerðargreiningar, smitleiðir og rannsóknir sem hafa verið gerðar varðandi riðu. Farið verður yfir sögu riðuveiki á íslandi og sitthvað fleira rætt. Meðal fyrirlesara verða Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir Matvælastofnunar í Norðvesturumdæmi, Stefanía Þorgeirsdóttir, líffræðingur á Keldum og Sigtryggur Björnsson, búfræðikandidat.

Bændur eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um þennan hvimleiða vágest sem illa gengur að uppræta, þó talsvert hafi áunnist í þeirri baráttu frá því sem var fyrir nokkrum áratugum.

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...