Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Málþing um riðu í kvöld
Fréttir 16. janúar 2017

Málþing um riðu í kvöld

Héraðsdýralæknir Matvælastofnunar munu fræða bændur og aðra áhugasama um riðuveiki í sauðfé á málþingi um riðu þriðjudaginn 17. janúar kl. 20:00 í Miðgarði í Varmahlíð. Félag sauðfjárbænda í Skagafirði og Búnaðarsamband Skagfirðinga standa fyrir málþinginu.

Fluttir verða fyrirlestrar um arfgerðir, arfgerðargreiningar, smitleiðir og rannsóknir sem hafa verið gerðar varðandi riðu. Farið verður yfir sögu riðuveiki á íslandi og sitthvað fleira rætt. Meðal fyrirlesara verða Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir Matvælastofnunar í Norðvesturumdæmi, Stefanía Þorgeirsdóttir, líffræðingur á Keldum og Sigtryggur Björnsson, búfræðikandidat.

Bændur eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um þennan hvimleiða vágest sem illa gengur að uppræta, þó talsvert hafi áunnist í þeirri baráttu frá því sem var fyrir nokkrum áratugum.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...