Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Málþing um riðu í kvöld
Fréttir 16. janúar 2017

Málþing um riðu í kvöld

Héraðsdýralæknir Matvælastofnunar munu fræða bændur og aðra áhugasama um riðuveiki í sauðfé á málþingi um riðu þriðjudaginn 17. janúar kl. 20:00 í Miðgarði í Varmahlíð. Félag sauðfjárbænda í Skagafirði og Búnaðarsamband Skagfirðinga standa fyrir málþinginu.

Fluttir verða fyrirlestrar um arfgerðir, arfgerðargreiningar, smitleiðir og rannsóknir sem hafa verið gerðar varðandi riðu. Farið verður yfir sögu riðuveiki á íslandi og sitthvað fleira rætt. Meðal fyrirlesara verða Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir Matvælastofnunar í Norðvesturumdæmi, Stefanía Þorgeirsdóttir, líffræðingur á Keldum og Sigtryggur Björnsson, búfræðikandidat.

Bændur eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um þennan hvimleiða vágest sem illa gengur að uppræta, þó talsvert hafi áunnist í þeirri baráttu frá því sem var fyrir nokkrum áratugum.

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...

Bjórinn Naddi sló í gegn í London
Fréttir 28. maí 2024

Bjórinn Naddi sló í gegn í London

Fjórir íslenskir bjórar frá KHB brugghúsi á Borgarfirði eystra hlutu bresk bjórv...

Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...

Göngustígar hjá Geysi
Fréttir 27. maí 2024

Göngustígar hjá Geysi

Framkvæmdir við nýtt gönguleiðakerfi á Geysissvæðinu í Haukadal í Bláskógabyggð ...

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár
Fréttir 27. maí 2024

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár

Alþjóðlegu vínsamtökin International Organisation of Vine and Wine (OIV) segja í...

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...