Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Malbikaðir stígar í Dimmuborgum eru þurrir og auðir, enda mokaðir með liðléttingi á dögunum.
Malbikaðir stígar í Dimmuborgum eru þurrir og auðir, enda mokaðir með liðléttingi á dögunum.
Fréttir 3. júní 2016

Malbikaðir stígar hafa sannað gildi sitt

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Malbikaðir göngustígar í Dimmu­borgum voru í liðinni viku orðnir þurrir og auðir, en þeir voru mokaðir með liðléttingi. Öðru máli gegndi um ómalbikaða stíga, þeir voru fullir af snjó, bleytu og drullu. 
 
Til tals hefur komið hvort loka þurfi einhverjum leiðum á meðan þær þorna meira. Malbikaðir stígar í Dimmuborgum hafa sannað gildi sitt, en þegar ráðist var í þá framkvæmd kom fram gagnrýni þar á. 
 
Ekkert fé úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða
 
Við úthlutun styrkja í ár úr Fram­kvæmdasjóði ferðamannastaða fékk Landgræðslan ekkert fjármagn og olli það mönnum vonbrigðum að því er fram kemur í frétt á Facebook-síðu Landgræðslunnar. 
 
Sótt var um 44 milljónir króna. Hugmyndin var að halda áfram að ganga frá stígum, setja upp skilti og vegpresta og malbika næsta bílastæði. 
 
Vissulega hefur ástandið í og við Dimmuborgir batnað mikið síðustu ár en það var mat Landgræðslunnar að nauðsynlegt væri að halda áfram og ljúka ákveðnum verkþáttum svo svæðið kæmist í enn betra horf.
Fólk úr fyrsta skemmtiferðaskipi sumarsins kom á dögunum og var býsna þétt á þingi í Dimmuborgum. 

3 myndir:

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...