Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Lúsmý nær sér á strik á Íslandi
Fréttir 27. júní 2017

Lúsmý nær sér á strik á Íslandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Lúsmý viðist með hlýnandi veðurfari vera að fara að ná sér verulega á strik hérlendis. Fréttir hafa verið að færast í vöxt á síðustu tveim árum og hefur orðið vart við mjög slæm skordýrabit án þess að fólk hafi alltaf getað greint sökudólginn. Slík tilfelli hafa komið upp í Kjós, Mosfellsbæ, Reykjavík og Hafnarfirði.  Hefur lúsmýi verið kennt um. 
 
Lúsmý má finna víðast hvar á jörðinni og er ein tegund þeirra nýfarin að finnast á Íslandi. 
 
Lýsmý er af lúsmýsætt eða sviðmý. Fræðiheitið er Ceratopogonidae sem er af ættbálki tvívængja. Lúsmý eru örsmáar blóðsugur á öðrum smádýrum, fuglum og spendýrum og flokkast því sem bitmý. Þær verða vart meira en 1,5 millimetrar að lengd. 
 
Skoðun sumra er að bit lúsmýs séu verri en bit moskítóflugunnar sem er samt miklu stærri. Því fylgja bólgur, útbrot og ofsakláði sem varað getur í marga daga. 
 
Virðist mikill gikkur hvað varðar blóðgæði
 
Blaðamaður Bændablaðsins getur tekið undir það eftir að hafa orðið illilega fyrir barðinu á meintu lúsmýi á heimili sínu á Álftanesi tvö undanfarin sumur án þess að hafa nokkru sinni séð bitvarginn. Virðist lúsmýið fara í manngreinarálit þegar það velur fórnarlömb sín en þó líklegra að það sé mikill gikkur þegar kemur að blóðflokkum eða efnainnihaldi blóðs.
 
Þær virðast helst fara á stjá á kvöldin þegar kyrrt er og leita þá gjarnan inn í hús. 
 
Þekkist best á því að það sést helst ekki!
 
Mjög erfitt getur verið að staðfesta að um lúsmý sé að ræða þar sem fáir hafa séð það með berum augum. Í svari við fyrirspurn um lúsmýið sem send var Erlingi Ólafssyni, skordýrafræðingi hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, var svo sem heldur ekki mikið að græða. Hann segist ekki hafa trú á að lúsmý sé nýtt í landinu, öllu heldur að það hafi ekki uppgötv­ast fyrr en nú á síðustu árum þegar því fór að fjölga ótæpilega, hugsanlega vegna hlýnunar loftslags. 
 
„Það er útbreitt á allstóru svæði á Suðvesturlandi. Segja má að lúsmý þekkist best á því að það sést helst ekki! Það er agnarsmátt. Sést helst þegar það fer að safnast út í glugga,“ sagði Erling m.a. í svari sínu.  
 
Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...

Lömbin léttari en í fyrra
Fréttir 10. október 2024

Lömbin léttari en í fyrra

Sigurður Bjarni Rafnsson, sláturhússtjóri Kaupfélags Skagfirðinga (KS), segir sl...

Uppskerubrestur á kartöflum
Fréttir 10. október 2024

Uppskerubrestur á kartöflum

Kartöflubændur við Eyjafjörð hafa lent í skakkaföllum út af hreti í byrjun sumar...

Kæra hótanir
Fréttir 8. október 2024

Kæra hótanir

Tveir einstaklingar hafa verið kærðir til lögreglu fyrir hótanir í garð eftirlit...

Mikill áhugi á íbúðum
Fréttir 7. október 2024

Mikill áhugi á íbúðum

Þrettán umsóknir um sex íbúðir á Kirkjubæjarklaustri bárust íbúðarfélagi Brákar.

Þrjár efstu frá sama bæ
Fréttir 7. október 2024

Þrjár efstu frá sama bæ

Fjórtán hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár. Þrjár efstu hryssurna...

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Lómur
9. október 2024

Lómur

Uppskerubrestur á kartöflum
10. október 2024

Uppskerubrestur á kartöflum

Lömbin léttari en í fyrra
10. október 2024

Lömbin léttari en í fyrra

Kæra hótanir
8. október 2024

Kæra hótanir