Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Litla-Hof
Fréttir 17. desember 2015

Litla-Hof

Við erum bæði héðan úr Öræfum,  Gunnar frá Litla-Hofi og Halldóra frá Fagurhólsmýri. Eftir að hafa dvalið í Reykjavík nokkur ár fluttum við hingað alkomin árið 1995 og komum inn í búreksturinn með foreldrum Gunnars, þeim Sigurjóni Þ. Gunnarssyni og Guðbjörgu Magnúsdóttur. Þau reka ferðaþjónustu á jörðinni í dag.
 
Árið 2000 fluttum við í okkar eigið íbúðarhús. Gunnar var á sjó samhliða búskapnum fyrstu árin og Halldóra vann við ýmis störf í sveitinni.
 
Býli:  Litla-Hof.
 
Staðsett í sveit:  Öræfum, Austur-Skaftafellssýslu.
 
Ábúendur: Gunnar Sigurjónsson og Halldóra Oddsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 
Við eigum tvo syni sem heita Oddur og Gissur. Sá eldri er 23 ára búfræðingur og sá yngri 15 ára grunnskólanemi. Einnig er á bænum smalahundurinn Mack.
 
Stærð jarðar?  Nógu stór.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 570 kindur og 20 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Það fer eftir árstíðum. Í desember eru sæðingar og tilhleypingar, yfir veturinn, gegningar tvisvar á dag. Snoðrúningur í mars, sauðburður á vorin og ýmis önnur verk eins og að bera á og flagvinna. Á sumrin er heyskapur og girðingarvinna eftir þörfum. Smalanir á haustin og rúningur. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Öll störf eru skemmtileg ef vel liggur á manni.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði og nú er.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Almennt mættu bændur hafa meiri áhuga og taka meiri þátt í félagsmálum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel, það fer eftir því hvernig tekst til með gerð nýrra búvörusamninga.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Þau felast í því að finna réttu markaðina sem gefa hæsta verðið.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Egg, mjólk og rabarbarasulta.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillaður lambaribbur og ærlundir.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Frá þessu ári er það þegar ærin Fliðra, sem var búin að ganga úti í tvo vetur í Breiðamerkurfjalli ásamt syni sínum, náðist á öðrum degi páska, þá var búið að fara margar ferðir til að reyna að handsama þau.

6 myndir:

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands
Fréttir 18. júní 2025

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands

Þann 6. júní síðastliðinn brautskráðust nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands ...

Dýraverndarsambandið kærir meint brot til lögreglu
Fréttir 18. júní 2025

Dýraverndarsambandið kærir meint brot til lögreglu

Dýraverndarsamband Íslands hefur kært meint brot á lögum um dýravelferð við blóð...

Uppfærsla á stöðu Árósasamningsins
Fréttir 18. júní 2025

Uppfærsla á stöðu Árósasamningsins

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur sett til kynningar í Samráðsgátt ...

Stagað í innviðaskuldina
Fréttir 18. júní 2025

Stagað í innviðaskuldina

Vegagerðin hefur jafnan í nógu að snúast í vegaframkvæmdum um leið og vetri létt...

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...