Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Litla-Hof
Fréttir 17. desember 2015

Litla-Hof

Við erum bæði héðan úr Öræfum,  Gunnar frá Litla-Hofi og Halldóra frá Fagurhólsmýri. Eftir að hafa dvalið í Reykjavík nokkur ár fluttum við hingað alkomin árið 1995 og komum inn í búreksturinn með foreldrum Gunnars, þeim Sigurjóni Þ. Gunnarssyni og Guðbjörgu Magnúsdóttur. Þau reka ferðaþjónustu á jörðinni í dag.
 
Árið 2000 fluttum við í okkar eigið íbúðarhús. Gunnar var á sjó samhliða búskapnum fyrstu árin og Halldóra vann við ýmis störf í sveitinni.
 
Býli:  Litla-Hof.
 
Staðsett í sveit:  Öræfum, Austur-Skaftafellssýslu.
 
Ábúendur: Gunnar Sigurjónsson og Halldóra Oddsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 
Við eigum tvo syni sem heita Oddur og Gissur. Sá eldri er 23 ára búfræðingur og sá yngri 15 ára grunnskólanemi. Einnig er á bænum smalahundurinn Mack.
 
Stærð jarðar?  Nógu stór.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 570 kindur og 20 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Það fer eftir árstíðum. Í desember eru sæðingar og tilhleypingar, yfir veturinn, gegningar tvisvar á dag. Snoðrúningur í mars, sauðburður á vorin og ýmis önnur verk eins og að bera á og flagvinna. Á sumrin er heyskapur og girðingarvinna eftir þörfum. Smalanir á haustin og rúningur. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Öll störf eru skemmtileg ef vel liggur á manni.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði og nú er.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Almennt mættu bændur hafa meiri áhuga og taka meiri þátt í félagsmálum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel, það fer eftir því hvernig tekst til með gerð nýrra búvörusamninga.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Þau felast í því að finna réttu markaðina sem gefa hæsta verðið.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Egg, mjólk og rabarbarasulta.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillaður lambaribbur og ærlundir.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Frá þessu ári er það þegar ærin Fliðra, sem var búin að ganga úti í tvo vetur í Breiðamerkurfjalli ásamt syni sínum, náðist á öðrum degi páska, þá var búið að fara margar ferðir til að reyna að handsama þau.

6 myndir:

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...