Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Litla-Hof
Fréttir 17. desember 2015

Litla-Hof

Við erum bæði héðan úr Öræfum,  Gunnar frá Litla-Hofi og Halldóra frá Fagurhólsmýri. Eftir að hafa dvalið í Reykjavík nokkur ár fluttum við hingað alkomin árið 1995 og komum inn í búreksturinn með foreldrum Gunnars, þeim Sigurjóni Þ. Gunnarssyni og Guðbjörgu Magnúsdóttur. Þau reka ferðaþjónustu á jörðinni í dag.
 
Árið 2000 fluttum við í okkar eigið íbúðarhús. Gunnar var á sjó samhliða búskapnum fyrstu árin og Halldóra vann við ýmis störf í sveitinni.
 
Býli:  Litla-Hof.
 
Staðsett í sveit:  Öræfum, Austur-Skaftafellssýslu.
 
Ábúendur: Gunnar Sigurjónsson og Halldóra Oddsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 
Við eigum tvo syni sem heita Oddur og Gissur. Sá eldri er 23 ára búfræðingur og sá yngri 15 ára grunnskólanemi. Einnig er á bænum smalahundurinn Mack.
 
Stærð jarðar?  Nógu stór.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 570 kindur og 20 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Það fer eftir árstíðum. Í desember eru sæðingar og tilhleypingar, yfir veturinn, gegningar tvisvar á dag. Snoðrúningur í mars, sauðburður á vorin og ýmis önnur verk eins og að bera á og flagvinna. Á sumrin er heyskapur og girðingarvinna eftir þörfum. Smalanir á haustin og rúningur. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Öll störf eru skemmtileg ef vel liggur á manni.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði og nú er.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Almennt mættu bændur hafa meiri áhuga og taka meiri þátt í félagsmálum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel, það fer eftir því hvernig tekst til með gerð nýrra búvörusamninga.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Þau felast í því að finna réttu markaðina sem gefa hæsta verðið.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Egg, mjólk og rabarbarasulta.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillaður lambaribbur og ærlundir.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Frá þessu ári er það þegar ærin Fliðra, sem var búin að ganga úti í tvo vetur í Breiðamerkurfjalli ásamt syni sínum, náðist á öðrum degi páska, þá var búið að fara margar ferðir til að reyna að handsama þau.

6 myndir:

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...