Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Gríðarlegt fannfergi hefur verið við utanverðan Eyjafjörð og þykk svellalög á túnum inn til landsins, sérstaklega í Hörgárdal þar sem raunin varð sú í fyrravor að umtalsvert kal var í túnum.
Gríðarlegt fannfergi hefur verið við utanverðan Eyjafjörð og þykk svellalög á túnum inn til landsins, sérstaklega í Hörgárdal þar sem raunin varð sú í fyrravor að umtalsvert kal var í túnum.
Fréttir 20. mars 2014

Líkur á kalskemmdum aukast dag frá degi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Og það sem verra er þá aukast líkur á kalskemmdum í ár dag frá degi, en svellalög hafa legið á túnum vel á annan mánuð við utanverðan Eyjafjörð og Öxnadal,“ sagði Trausti Þórisson, bóndi á Hofsá og fráfarandi formaður Félags eyfirskra kúabænda, á aðalfundi félagsins fyrir skömmu. Hann rifjaði í ávarpi til fundarins upp að undanfarin misseri hefðu náttúruöflin minnt rækilega á sig.

Þykk svellalög

Gríðarlegt fannfergi hefði verið við utanverðan Eyjafjörð og þykk svellalög á túnum inn til landsins, sérstaklega í Hörgárdal þar sem raunin varð sú í fyrravor að umtalsvert kal var í túnum.
„Margir hafi þurft að kaupa hey, „og má segja að stanslausir heyflutningar hafi verið inn á svæðið langt fram á vor.“


Frá Norður- og Austurlandi bárust 114 umsóknir til Bjargráðasjóðs vegna kals. „Það segir sig sjálft að eftir fjögur ár með verulegum fjárútlátum er sjóðurinn illa í stakk búinn að bæta að fullu þau stórtjón sem urðu hér á svæðinu 2013,“ sagði Trausti og bætti við að líkur á kalskemmdum á komandi vori ykjust dag frá degi.


Stóráfallatrygging?

Trausti kvaðst taka undir orð Sigurgeirs Hreinssonar, framkvæmdastjóra BSE, sem sagði í samtali við Bændablaðið fyrr á þessu ári að leiðinlegt væri að fara á fund stjórnvalda með betlistaf í hvert sinn sem áföll dyndu yfir. Trausti velti því fyrir sér hvort bændur ættu að fá tryggingafélögin til að bjóða upp á stóráfallatryggingu.


„Ljóst er þó í mínum huga að iðgjöld af slíkum tryggingum verða há og óvíst að tryggingafélögin leggi í að hafa þær í boði, allavega ekki á meðan Bjargráðasjóður er til staðar.“

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...