Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Gríðarlegt fannfergi hefur verið við utanverðan Eyjafjörð og þykk svellalög á túnum inn til landsins, sérstaklega í Hörgárdal þar sem raunin varð sú í fyrravor að umtalsvert kal var í túnum.
Gríðarlegt fannfergi hefur verið við utanverðan Eyjafjörð og þykk svellalög á túnum inn til landsins, sérstaklega í Hörgárdal þar sem raunin varð sú í fyrravor að umtalsvert kal var í túnum.
Fréttir 20. mars 2014

Líkur á kalskemmdum aukast dag frá degi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Og það sem verra er þá aukast líkur á kalskemmdum í ár dag frá degi, en svellalög hafa legið á túnum vel á annan mánuð við utanverðan Eyjafjörð og Öxnadal,“ sagði Trausti Þórisson, bóndi á Hofsá og fráfarandi formaður Félags eyfirskra kúabænda, á aðalfundi félagsins fyrir skömmu. Hann rifjaði í ávarpi til fundarins upp að undanfarin misseri hefðu náttúruöflin minnt rækilega á sig.

Þykk svellalög

Gríðarlegt fannfergi hefði verið við utanverðan Eyjafjörð og þykk svellalög á túnum inn til landsins, sérstaklega í Hörgárdal þar sem raunin varð sú í fyrravor að umtalsvert kal var í túnum.
„Margir hafi þurft að kaupa hey, „og má segja að stanslausir heyflutningar hafi verið inn á svæðið langt fram á vor.“


Frá Norður- og Austurlandi bárust 114 umsóknir til Bjargráðasjóðs vegna kals. „Það segir sig sjálft að eftir fjögur ár með verulegum fjárútlátum er sjóðurinn illa í stakk búinn að bæta að fullu þau stórtjón sem urðu hér á svæðinu 2013,“ sagði Trausti og bætti við að líkur á kalskemmdum á komandi vori ykjust dag frá degi.


Stóráfallatrygging?

Trausti kvaðst taka undir orð Sigurgeirs Hreinssonar, framkvæmdastjóra BSE, sem sagði í samtali við Bændablaðið fyrr á þessu ári að leiðinlegt væri að fara á fund stjórnvalda með betlistaf í hvert sinn sem áföll dyndu yfir. Trausti velti því fyrir sér hvort bændur ættu að fá tryggingafélögin til að bjóða upp á stóráfallatryggingu.


„Ljóst er þó í mínum huga að iðgjöld af slíkum tryggingum verða há og óvíst að tryggingafélögin leggi í að hafa þær í boði, allavega ekki á meðan Bjargráðasjóður er til staðar.“

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...