Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Látum ekki misvitra fræðimenn í Reykjavík stýra því hvort við lifum eða deyjum
Mynd / Böðvar Pétursson
Fréttir 23. júní 2016

Látum ekki misvitra fræðimenn í Reykjavík stýra því hvort við lifum eða deyjum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Grafalvarleg stað er nú komin upp varðandi vatnsleysi á bæjum í Landbroti og Meðallandi í Skaftárhreppi í Vestur- Skaftafellssýslu. Ástæðan er að í kjölfar Skaftárhlaups í vetur lokaðist fyrir vatnsrásir niður í Eldhraun, þannig að ár og lækir eins og Grenlækur hafa þornað upp. Þá hafa þurrkar í vor ekki lagað ástandið.
 
Hörður Davíðsson, framkvæmda­­­­­­stjóri Hótels Laka, segir að grunnvatnsstaða á svæðinu hafi lækkað um allt að sex metra. Grenlækur, Tungulækur, Sýrlækur og Jónskvísl eru meðal þeirra áa og lækja í Landbroti sem vatn er að mestu hætt að renna um.
 
„Þetta er tifandi tímasprengja fyrir svæðið í heild. Það eru allir lindarlækir horfnir niður að Landbrotsvegi. Grunnvatnsstaða í borholum er líka orðin það lág að það er farið að skapa hættu fyrir búskap og annan rekstur á svæðinu. Þetta er því komið á mun alvarlegra stig en það stórtjón sem þegar er orðið í Grenlæk,“ segir Hörður.
 
Þess má geta að Grenlækur er á náttúruminjaskrá og ber því að vernda hann sem slíkan. Auk þess er hann talinn mjög mikilvægur fyrir sjóbirting, (sjógenginn urriða) og bleikju.  
-En er hægt að bæta úr þessari stöðu?
 
„Já, það er hægt að laga þetta og það hefur verið nokkur sátt um leiðir til þess í fjölmörg ár. Rennslið inn á svæðið breyttist hins vegar mikið í stóra Skaftárhlaupinu síðastliðið haust. Þá virðast sumir hafa skipt um skoðun og ekki má lengur færa rennslið til fyrra horfs, heldur er allt háð leyfum frá Orkustofnun sem er komið með alræðisvald í málinu.“ 
 
Hörður segir að vatn úr Skaftá hafi margþætt áhrif á vatnasvæðinu sem eru í raun tvö. Það er svæðið í kringum Botna og vesturhluta Meðallands og Eldvatns. Síðan er það austursvæðið sem nær yfir allt Landbrotið.
 
Fer í aðgerðir fljótlega
 
„Það er ljóst að við bíðum ekki mjög lengi eftir niðurstöðu hjá Skipulagsstofnun. Það verður farið í aðgerðir fljótlega ef ekkert gerist. Allavega fer ég í það og þá verða menn bara að reyna að stöðva mig. Okkur ber að verja okkar fyrirtæki og hlunnindi jarðanna. Við látum ekki einhverja misvitra fræðimenn í Reykjavík stýra því algjörlega hvort við lifum eða deyjum,“ segir Hörður Davíðsson. 
 
Málið er fast í flóknu kerfi
 
Það sem gerir málið enn erfiðara er að bændur þurfa nú að berjast við margar ríkisstofnanir og mörg ráðuneyti sem hafa lögsögu á mismunandi forsendum. Þar er um að ræða Vegagerðina, Landsvirkjun og Orkustofnun.  Veiðimálastofnun hefur hins vegar enga lögsögu til að tryggja vatn inn á mikilvægt göngu- og hrygningarsvæði urriða og bleikju í Grenlæk. Það er  að eyði­leggjast vegna vatnsleysis. Því til viðbótar þá fá rafstöðvar bænda á svæðinu ekki vatn lengur sem skapar eigendum verulegt tjón.  
 
Helgi Vilbergsson, bóndi á Arnardranga, segir stöðuna þannig að vatnsþurrð sé að verða á svæðinu. Málið þoli því enga bið. 
 
Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segist ekkert geta sagt um hvort hægt sé að bregðast við stöðunni með skjótum hætti. Verið sé að skoða málið víða í kerfinu, en staðan sé flókin.
 
-Sjá nánari umfjöllun um málið á bls. 10 og 12 í nýju tölublaði Bændablaðsins.
Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...