Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fjöldi fyrirtækja var með bása á sýningunni á Hvolsvelli.
Fjöldi fyrirtækja var með bása á sýningunni á Hvolsvelli.
Mynd / Borgar Páll Bragason
Fréttir 23. nóvember 2015

Landbúnaðarsýningin Hey bóndi

Laugardaginn 14. nóvember var haldin landbúnaðarsýningin „Hey bóndi“ í Félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli  að undirlagi Fóðurblöndunnar. 
 
Á sýningunni voru fluttir 11 fyrirlestrar með ýmsum fróðleik tengdum landbúnaði. Fyrirlesarar voru bæði innlendir og erlendir sérfræðingar. Þá útvarpaði Útvarp Suðurlands beint frá sýningunni.  
 
Kynnt var ný sýnatökuvél sem tekur prufur af heyi, korni og fóðri,  fjöldi tilboða var einnig  á landbúnaðarvörum meðan á sýningu stóð og boðið var upp á reynsluakstur á nýjum bifreiðum og traktorum.
 
Fjölmörg landbúnaðartengd fyrirtæki auk Fóðurblöndunnar voru þar mætt til að kynna sínar vörur og þjónustu.
 
Sýningin var vel sótt, en það má gera ráð fyrir að um 500 manns hafi komið í Hvol. „Já, það var margt um manninn og það myndaðist góð og skemmtileg fjölskyldustemning þar sem óhætt er að segja að allir hafi fengið eitthvað við sitt hæfi,“ sagði Pétur Pétursson, sölustjóri Fóðurblöndunnar.

7 myndir:

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...