Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fjöldi fyrirtækja var með bása á sýningunni á Hvolsvelli.
Fjöldi fyrirtækja var með bása á sýningunni á Hvolsvelli.
Mynd / Borgar Páll Bragason
Fréttir 23. nóvember 2015

Landbúnaðarsýningin Hey bóndi

Laugardaginn 14. nóvember var haldin landbúnaðarsýningin „Hey bóndi“ í Félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli  að undirlagi Fóðurblöndunnar. 
 
Á sýningunni voru fluttir 11 fyrirlestrar með ýmsum fróðleik tengdum landbúnaði. Fyrirlesarar voru bæði innlendir og erlendir sérfræðingar. Þá útvarpaði Útvarp Suðurlands beint frá sýningunni.  
 
Kynnt var ný sýnatökuvél sem tekur prufur af heyi, korni og fóðri,  fjöldi tilboða var einnig  á landbúnaðarvörum meðan á sýningu stóð og boðið var upp á reynsluakstur á nýjum bifreiðum og traktorum.
 
Fjölmörg landbúnaðartengd fyrirtæki auk Fóðurblöndunnar voru þar mætt til að kynna sínar vörur og þjónustu.
 
Sýningin var vel sótt, en það má gera ráð fyrir að um 500 manns hafi komið í Hvol. „Já, það var margt um manninn og það myndaðist góð og skemmtileg fjölskyldustemning þar sem óhætt er að segja að allir hafi fengið eitthvað við sitt hæfi,“ sagði Pétur Pétursson, sölustjóri Fóðurblöndunnar.

7 myndir:

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...