Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Lambakjötið ber höfuð og herðar yfir aðra fæðu í huga landsmanna
Fréttir 9. júní 2016

Lambakjötið ber höfuð og herðar yfir aðra fæðu í huga landsmanna

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Kokkalandslið Íslands fékk Gallup til að kanna það meðal þjóðarinnar hvað fólk teldi vera þjóðarrétt Íslendinga. Skemmst er frá að segja að 73,9% töldu að lambakjöt og blandaðir réttir úr lambakjöti væri þjóðarréttur Íslendinga.
 
Þessi niðurstaða fékkst með netkönnun sem framkvæmd var 22. mars til 1. apríl 2016.  Var könnunin gerð með handahófskenndu úrtaki 18 ára og eldri á landinu öllu. Úrtakið var 1.418 manns. Alls svöruðu 833, eða 58,7%. 
 
Lambakjötið og kjötsúpan standa upp úr
 
Sem fyrr segir skoraði lambakjötið og blandaðir réttir úr lambakjöti langhæst með 73,9% samanlagt. Af þessum lambakjötsréttum skoraði kjötsúpan hæst sem hinn eini sanni þjóðarréttur með 21,4%. Þá kom hangikjöt með 14,7%, lambalæri með 13,8% og óskilgreint lambakjöt 12,5%. 
 
Ýmsir réttir af margvíslegum toga voru samtals með 17,7% en sumir þeirra innihalda reyndar lambakjöt í einhverjum mæli. 
 
Fiskur og fiskréttir með 8,4%
 
Fiskur og fiskréttir voru með samtals 8,4% sem þjóðarréttur Íslendinga. Það þykir eflaust mörgum ekki hátt skor þar sem fiskur hefur verið meginuppistaðan í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar um aldir. 
 
Það var þó ekki fyrr en bændasamfélagið fór að riðlast og þorp að myndast í kringum sjávarútveginn sem  fiskur varð ein helsta hversdagsfæða fjölskyldna í landinu. Um margra áratuga skeið var þá þverskorin soðin ýsa trúlega oftast í pottum landsmanna, en lítið um þorsk, enda var hann verðmætasta útflutningsvaran. Margar aðrar fisktegundir sem nú þykja lúxusvara voru ekki einu sinni talinn mannamatur. 
 
Það hversu fiskur og þá aðallega ýsa var algeng á hversdagsborðinu hefur væntanlega ráðist af því hversu ódýr hún var í samanburði við aðra fæðu. Þótt fólk væri flutt úr sveitunum á mölina gerði það sér samt áfram dagamun með neyslu á lambakjöti. Það fékk þar með ákveðinn sess og gæðastimpil í samanburði við ýsuna.
 
Hænur voru vart talin mannamatur
 
Mörgum þótti lengi vel að hænur væru ekki til annars nýtar en að framleiða egg. Hænsna- eða kjúklingakjöt var því gjarnan sett í sama flokk og óætar fisktegundir, eins og skötuselur og jafnvel síld sem oft var gefin sauðfé. Nú þegar kjúklingakjöt er trúlega orðið mun algengara á hversdagsborðum landsmanna en bæði lambakjöt og fiskur er því athyglisvert að það sé vart greinanlegt í könnuninni. Kannski hafa þessir ágætu fuglar ekki enn náð að ávinna sér þann virðingarsess í huga landsmanna að þeir skili sér inn í slíka könnun. 
 
Pitsa af erlendum uppruna á lista yfir þjóðarrétt Íslendinga
 
Það vekur vissulega undrun að hin ítalskættaða pitsa skuli vera í ellefta sæti í könnun Gallup yfir hvað fólk telji vera þjóðarrétt Íslendinga. Samt er þetta fyrirbæri sem er tiltölulega nýkomið inn á matseðil landans og langt frá því að geta talist íslenskur réttur að uppruna. Kemur pitsan þar næst á eftir rammíslenska skyrinu og er eins og skrattinn úr sauðarleggnum í þessu samhengi. 
 
Þar á eftir kemur SS-pylsa sem er örugglega einn vinsælasti skyndibitaréttur Íslendinga. Þótt pylsan eigi sér evrópskan uppruna, þá er örugglega í henni mun meira íslenskt hráefni en hægt er að finna í flestum pitsum. Allavega er um 65% af kjöti í íslensku SS-pylsunum og 25% íslenskt vatn. Ekki skal þó útilokað að til séu pitsur úr íslensku hveiti eða byggi þótt aðallega séu þær búnar til úr innfluttu hveiti. Áleggið getur líka vissulega verið íslenskt að stórum hluta, bæði grænmeti og unnar kjötvörur. 
 
Það er þó ánægjulegt að sjá að Íslendingar kunni enn að meta svið þar sem þau lentu í fimmta sæti á listanum. 

6 myndir:

Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum
Fréttir 3. október 2023

Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum

Öflun nýrrar þekkingar á baráttunni við illgresi í ræktun er meginmarkmið nýs sa...

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...