Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Íslenska lambabeikonið hefur selst afar vel síðan sala þess hófst í verslunum.
Íslenska lambabeikonið hefur selst afar vel síðan sala þess hófst í verslunum.
Fréttir 12. júní 2017

Lambabeikon í búðir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Kjarnafæði hefur hafið almenna sölu á íslensku lambabeikoni í matvöruverslunum. Lambabeikonið er unnið úr lambaslögum og verkað á svipaðan hátt og grísabeikon. 
 
„Í lambabeikoni er enginn sykur og minna salt en í venjulegu beikoni,“ segir Ólafur Már Þórisson, markaðsstjóri hjá Kjarnafæði. 
 
„Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er ekki að fara að slá út beikon. En þetta er partur af því að vera með vöruþróun í lambakjöti og gera eitthvað áhugavert úr þessari afurð,“ bætir hann við.
 
Styttra og þynnra
 
Lambabeikonið hefur verið í þróun hjá kjötiðnaðarmönnum Kjarnafæðis á undanförnum vikum. 
Partur af því var að kynna afurðina í mötuneytum og á veitingastöðum. Lambabeikonið hefur að sögn Ólafs mælst vel fyrir.
 
„Bragðið er öðruvísi og lambabeikonið er styttra sökum þess að síðurnar á grísnum eru lengri. Það er því góður munur á vörunum. Við fengum auk þess góðar ábendingar sem við nýttum okkur. Til að mynda fengum við athugasemdir varðandi þykktina og höfum nú sneitt það þynnra svo auðveldara sé að ná því stökku, en þá er það algjört sælgæti.“
 
Lambabeikonið má nú finna í verslunum Hagkaups, Nettó, Iceland og Kosti.
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...