Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Íslenska lambabeikonið hefur selst afar vel síðan sala þess hófst í verslunum.
Íslenska lambabeikonið hefur selst afar vel síðan sala þess hófst í verslunum.
Fréttir 12. júní 2017

Lambabeikon í búðir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Kjarnafæði hefur hafið almenna sölu á íslensku lambabeikoni í matvöruverslunum. Lambabeikonið er unnið úr lambaslögum og verkað á svipaðan hátt og grísabeikon. 
 
„Í lambabeikoni er enginn sykur og minna salt en í venjulegu beikoni,“ segir Ólafur Már Þórisson, markaðsstjóri hjá Kjarnafæði. 
 
„Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er ekki að fara að slá út beikon. En þetta er partur af því að vera með vöruþróun í lambakjöti og gera eitthvað áhugavert úr þessari afurð,“ bætir hann við.
 
Styttra og þynnra
 
Lambabeikonið hefur verið í þróun hjá kjötiðnaðarmönnum Kjarnafæðis á undanförnum vikum. 
Partur af því var að kynna afurðina í mötuneytum og á veitingastöðum. Lambabeikonið hefur að sögn Ólafs mælst vel fyrir.
 
„Bragðið er öðruvísi og lambabeikonið er styttra sökum þess að síðurnar á grísnum eru lengri. Það er því góður munur á vörunum. Við fengum auk þess góðar ábendingar sem við nýttum okkur. Til að mynda fengum við athugasemdir varðandi þykktina og höfum nú sneitt það þynnra svo auðveldara sé að ná því stökku, en þá er það algjört sælgæti.“
 
Lambabeikonið má nú finna í verslunum Hagkaups, Nettó, Iceland og Kosti.
Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f