Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kýrnar hjá kúabóndanum Peder Nernæs í Mundheim í Harðangursfirði í Noregi hafa það gott í fjósinu þar sem hver bás er með vatnsdýnu.
Kýrnar hjá kúabóndanum Peder Nernæs í Mundheim í Harðangursfirði í Noregi hafa það gott í fjósinu þar sem hver bás er með vatnsdýnu.
Fréttir 22. febrúar 2017

Kýrnar liggja í ró og spekt á vatnsdýnum

Peder Nernæs, sem býr í Mundheim í Harðangursfirði í Noregi, er meðal fyrstu kúabónda þar í landi sem tekur í notkun sérstaka tegund vatnsdýna fyrir kýrnar sínar. Hann hefur trú á að mýkra undirlag gefi dýrunum betra líf og geti gefið honum arðbærari rekstur. 
 
„Ég fjárfesti í vatnsdýnum þegar ég gerði endurbætur á fjósinu í fyrra. Áður fyrr var hér básafjós en þegar ég tók við af föður mínum ákvað ég fljótt að nútímavæða fjósið. Til að ná niður kostnaði hef ég ekki byggt alveg nýtt fjós heldur útbjó viðbyggingu á fjósið sem fyrir var þannig að lausagangan með mjólkurróbóta og kvíguhlutann er nú í nýju húsi en ég nota enn eldri hlutann fyrir fóðurmiðstöð, kálfahlutann, mjólkurhúsið og skrifstofuna,“ útskýrir Peder.
 
Annar besti kosturinn
 
Noregur var fyrsta landið í heiminum sem innleiddi kröfu um undirlag stórfénaðar og því sést ekki lengur þar í landi að kýrnar liggi á kaldri steypu í fjósinu. 
 
 „Ég eyddi miklum tíma í að finna út hvernig ég vildi hafa viðbygginguna og eitt af því sem ég las mikið um og kynnti mér voru ólíkar tegundir undirlags. Í ferlinu las ég að talið er að sandur sé besta undirlagið en það er lítið um góðan sand hér í Harðangurfirði þar sem ég bý og það leiðir því til aukavinnu og sliti á dælubúnaði. Ég er með eigin sögunarmyllu hér svo ég íhugaði að nota spæni en færðist frá þeirri hugmynd vegna hreinlætissjónarmiða og þeirrar vinnu sem það krefst, því skipta þarf því út með jöfnu millibili,“ segir Peder og bætir við:
 
„Þá var ég kominn yfir í ólíkar tegundir af gúmmíundirlagi og steypulegubása. Næst á eftir sandinum, þar sem ég aflaði mér upplýsinga, var talað um að vatnsdýnur væri annar besti valkosturinn. Mér fannst það hljóma mjög spennandi og þegar ég komst að því að fyrirtækið sem ég hafði verslað innréttingar og steypuna hjá voru einnig með vatnsdýnur í sölu hjá sér þá ákvað ég að prófa þær.ˮ
 
Auðvelt að setja upp í fjósinu
 
Verðið á dýnunum var í kringum 1.100 krónur norskar fyrir hvert básapláss. Dýnurnar, sem heita Pacific og eru framleiddar af franska fyrirtækinu Bioret Agri, keypti Peder hjá danska fyrirtækinu Staldmæglerne.
„Ég fékk þær afhentar með tíu ára ábyrgð en það eru einnig fleiri heildsöluaðilar sem selja vatnsdýnurnar. Rétt eftir að ég hafði gengið frá kaupum við Staldmæglerne hóf norskur heildsöluaðili að flytja inn ameríska vatnsdýnu sem heitir GladQ en hann er einmitt kúabóndi í Finnøy og hefur sett þær upp hjá sér.
Dýnurnar sem ég fjárfesti í er hægt að fá í þremur ólíkum breiddum og eru byggðar upp sem ein samhangandi rúlla með vasa með vatni fyrir hvert básapláss,“ útskýrir Peder og segir jafnframt:
„Til að verja hnén á dýrunum þegar þau leggja sig niður liggur rönd með 60 sentímetra breiðu froðugúmmíi undir dýnunum fremst. Þegar dýrið hefur lagst niður dreifist þunginn yfir dýnuna og þau liggja mjúklega ofan á vatnsvasanum. Það var mjög einfalt að leggja dýnurnar sjálfur í fjósinu, við merktum hvar þær ættu að liggja, rúlluðum út rúllunni sem var afhent í réttri lengd fyrir röðina og skrúfuðum þær fastar með álskinnum.“
 
Kýrnar liggja meir en áður
 
Kýrnar hans Peders liggja sem sagt á þykkum dýnum/mottum í fjósinu með vatni í sem dýrin hita sjálf upp með líkamshita sínum. 
 
„Þetta hefur gengið mjög vel og engir vatnslekar átt sér stað, í það minnsta ekki ennþá. Dýrin liggja mikið, um 14–16 tíma á sólarhring, og þetta hefur gefið meiri ró í fjósinu. Ég hef ekki orðið var við nein legusár og ekki eru sjáanlegir hnéskaðar því undirlagið er svo mjúkt þegar dýrin leggjast og standa upp.
Ég er sannfærður um að vatnsdýnurnar séu góðar fyrir dýrin og góðar fyrir mjólkurframleiðsluna. Ég mæli því með þessu við aðra kúabændur en ég vil heldur ekki fullyrða að aðrar lausnir séu eitthvað verri.
Bændur eru eins og annað fólk og gera gott úr því sem þeir velja fyrir sig, sjálfur er ég aðeins varkárari og segi að þetta kemur vel út hérna hjá mér og ég er ánægður með valið.“

5 myndir:

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...