Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kúabændur á Suðurlandi jákvæðir gagnvart nýjum búvörusamningi
Fréttir 23. febrúar 2016

Kúabændur á Suðurlandi jákvæðir gagnvart nýjum búvörusamningi

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi var haldinn á Hellu mánudaginn 1. febrúar. Þar voru væntanlegir búvörusamningar m.a. til umræðu. 
 
Valdimar Guðjónsson.
„Þetta var mjög gagnlegur og vel sóttur fundur. Það voru um 130 manns með gestum. Fjöldinn allur af ungu fólki hefur gengið í félagið síðustu daga og greinilega er mikið um kynslóðaskipti víða síðustu ár á bæjum og einnig tveggja kynslóða bú,“ segir Valdimar Guðjónsson, kúabóndi í Gaulverjabæ í Flóa og formaður Félags kúabænda á Suðurlandi. 
 
Á fundinum var m.a. farið  ítarlega yfir samninga­viðræður við ríkið um bú­vöru­­samning sem væntanlega verður til 10 ára.
 
„Það var frekar jákvæður andi fundarmanna um stöðu viðræðna og því sem náðst hefur fram. Kom það allnokkuð á óvart miðað við nokkuð neikvæða umræðu sem átt hefur sér stað, sérstaklega á samfélagsmiðlum,“ segir Valdimar, sem var endurkjörinn formaður félagsins á fundinum.
Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...