Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kúabændur á Suðurlandi jákvæðir gagnvart nýjum búvörusamningi
Fréttir 23. febrúar 2016

Kúabændur á Suðurlandi jákvæðir gagnvart nýjum búvörusamningi

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi var haldinn á Hellu mánudaginn 1. febrúar. Þar voru væntanlegir búvörusamningar m.a. til umræðu. 
 
Valdimar Guðjónsson.
„Þetta var mjög gagnlegur og vel sóttur fundur. Það voru um 130 manns með gestum. Fjöldinn allur af ungu fólki hefur gengið í félagið síðustu daga og greinilega er mikið um kynslóðaskipti víða síðustu ár á bæjum og einnig tveggja kynslóða bú,“ segir Valdimar Guðjónsson, kúabóndi í Gaulverjabæ í Flóa og formaður Félags kúabænda á Suðurlandi. 
 
Á fundinum var m.a. farið  ítarlega yfir samninga­viðræður við ríkið um bú­vöru­­samning sem væntanlega verður til 10 ára.
 
„Það var frekar jákvæður andi fundarmanna um stöðu viðræðna og því sem náðst hefur fram. Kom það allnokkuð á óvart miðað við nokkuð neikvæða umræðu sem átt hefur sér stað, sérstaklega á samfélagsmiðlum,“ segir Valdimar, sem var endurkjörinn formaður félagsins á fundinum.
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...