Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS.
Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS.
Mynd / HKr.
Fréttir 29. september 2017

KS og SKVH greiða 13% viðbótarálag til sauðfjárbænda

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Kaupfélag Skagfirðinga sendi sauðfjárbændum, sem leggja inn hjá KS og SKVH, bréf í dag þar sem fram kemur að félagið muni greiða 13% viðbótarálag á það verð sem gefið var út í upphafi sláturtíðar. Í bréfinu, sem er undirritað af Ágústi Andréssyni, forstöðumanni Kjötafurðastöðvar KS, er farið yfir sviðið og rekstrarhorfur fram undan.

„Greitt verður fyrir innlegg í september og október samkvæmt áður útgefinni verðskrá, en 13% viðbótarverð verður greitt til sauðfjárbænda 20. nóvember nk. Þetta er meðal annars gert á grundvelli heldur betri rekstrarhorfa en lagt var upp með í sumar. Þar má nefna að gengi erlendra gjaldmiðla (evru) virðist ætla að verða heldur hagstæðara en á síðustu verðtíð,“ segir Ágúst.

Hann væntir þess að kostnaður af útflutning dilkakjöts jafnist betur milli sláturleyfishafa en á síðasta framleiðslutímabili. Í ljósi þess að aðstoð ríkisvaldsins við sauðfjárbændur er óljós og óvissa í stjórnmálum séu sauðfjárbændur í miklum vanda.

KS og Hvammstangi stærstir í útflutningi

Ágúst segir að stór hluti útflutnings sé á hendi KS og sláturhússins á Hvammstanga. „Markaðsátakið sem skilaði 857 tonna útflutningi með ærnum kostnaði fyrir sláturleyfishafa, var að stærstum hluta borið uppi af sláturhúsunum á Sauðárkróki og Hvammstanga (2/3hlutar). Því er ljóst að KS og SKVH báru stærstan hluta kostnaðar sláturleyfishafa af þessu útflutningsátaki.

Til upplýsingar má geta þess að heildarútflutningur dilkakjöts á síðasta verðlagsári var 2.693 tonn alls. Af því flutti KS út 1.018 tonn og Hvammstangi 620 tonn. Þessi tvö sláturhús voru því með yfir 60% heildarútflutnings dilkakjöts.“

Vonast til að erfiðleikarnir séu tímabundnir

Í bréfinu kemur fram að því miður séu ýmsir þættir enn neikvæðir og þar er nefnt lágt verð á gærum, útflutningur á hliðarafurðum til Asíu og gengisskráning krónunnar sem sé mjög óhagstæð í sögulegu samhengi. „Kaupfélag Skagfirðinga lýsir sig reiðubúið til áframhaldandi góðs samstarfs við aðra sláturleyfishafa, Félag sauðfjárbænda og stjórnvöld um lausn þess mikla vanda er við er að fást. Öll vonum við að fyrr en síðar rætist úr og þetta séu tímabundnir erfiðleikar,“ segir Ágúst í bréfinu og segir jafnframt óhjákvæmilegt að draga úr framleiðslu og koma upp betra kerfi til að geta stjórnað framleiðslumagni í takt við horfur á mörkuðum hverju sinni. „Mikilvægt er að hið opinbera styðji áframhaldandi átaksverkefni í útflutningi dilkakjöts. Það skilar mestum árangri við þessar aðstæður.“

Munu endurmeta verð í síðasta lagi í mars 2018

Í lok bréfsins frá KS til sauðfjárbænda segir að kaupfélagið muni ekki síðar en í mars 2018 endurmeta stöðuna varðandi lokaverð til bænda í ljósi þess sem þá hefur gerst varðandi þessi mál.

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...