KS og KVH hækka verð fyrir nautakjöt
Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga og Sláturhús KVH hafa ákveðið að hækka verð fyrir nautgripakjöt til bænda um 5 prósent.Tekur hækkunin gildi frá og með 7. apríl. Hækkunin mun ekki hafa áhrif á verð til neytenda heldur er hún liður í að hvetja bændur til aukinnar framleiðslu á nautakjöti, að sögn Ágústs Andréssonar forstöðumanns Kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga. Mikil vöntun er á nautakjöti og hefur á engan hátt tekist að anna eftirspurn.