Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, afhenti Esther Guðjónsdóttur og Jóhanni B. Kormákssyni bændum á Sólheimum viðurkenningu fyrir ræktun á Kola á Fagþingi nautgriparæktarinnar fyrir skömmu. /HKr.
Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, afhenti Esther Guðjónsdóttur og Jóhanni B. Kormákssyni bændum á Sólheimum viðurkenningu fyrir ræktun á Kola á Fagþingi nautgriparæktarinnar fyrir skömmu. /HKr.
Fréttir 3. apríl 2014

Koli frá Sólheimum besta nautið

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson
Koli 06003 frá Sólheimum í Hrunamannahreppi er besta naut árgangsins sem fæddur er árið 2006. Hlutu ræktendur hans, þau Jóhann B. Kormáksson og Esther Guðjónsdóttir bændur á Sólheimum viðurkenningu fyrir ræktun Kola á Fagþingi nautgriparæktarinnar sem haldið var 27. mars síðastliðinn.
 
Koli var fæddur á Sólheimum 23. febrúar 2006. Faðir Kola er Fontur 98027 frá Böðmóðsstöðum í Laugardal en hann var á sínum tíma valinn besta naut 1998 árgangsins. Móðir Kola er Elsa 226 frá Sólheimum og móðurfaðir er Kaðall 94017 frá Miklagarði í Saurbæ en hann var einnig valinn besta naut síns árgangs, árgangsins 1994. Í ættartölu Kola má finna mörg af bestu nautum landsins, svo sem Þráð frá Stóra-Ármóti, Þistil frá Gunnarsstöðum og Rauð frá Brúnastöðum. 
 
Í umsögn um dætur Kola er sagt að afurðasemi þeirra sé góð, einkum hvað varðar efnahlutföll. Þær eru stórar og sterkbyggðar, malir vel lagaðar, fremur flatar og fótstaða góð. Þær eru júgurhraustar með vel borin júgur, afar sterkt júgurband og mjög góða júgurfestu, vel lagaða spena og vel staðsetta en fremur stutta og granna. Mjaltir eru í meðallagi og kýrnar skapgóðar, að því er sagt er í Nautaskránni. Koli stendur í 117 í heildarkynbótamati. 

2 myndir:

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Fréttir 28. nóvember 2022

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?

Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvol...

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...