Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Isis stjórna 50% markaðarins
Fréttir 24. nóvember 2015

Isis stjórna 50% markaðarins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Isis-samtökin, sem lýst hafa sig ábyrg fyrir hroðalegum árásum á borgara í París og fleiri voðaverkum, stjórna um 50% af allri hveitiframleiðslu í Írak.

Samtökin hafa kerfisbundið verið að söðla undir sig matvælamarkaðinn í landinu og framleiðir meðal annars mikið magn af hveiti. Starfsemi samtakanna er að hluta til fjármögnuð af sölu á hveitinu og öðru korni á svörtum markaði. Stafsemin er þó aðallega fjármögnuð með sölu á olíu og fjárstuðningi erlendra ríkja.

Á síðasta ári komust samtökin yfir 1,1 milljón tonn af hveiti sem voru í geymslu á svæðum sem þau hernumdu. Auk þess að gera framleiðslu bænda á hernumdum svæðum upptæka krefst Isis hárra skatta af bændum vegna framleiðslu þeirra og í sumum tilfellum verndartolla.

Átökin í Sýrlandi hafa gengið gríðarlega á matvælaframleiðslu í landinu og að minnsta kosti helmingur allra kornakra í landinu hafa orðið eldi að bráð. Átök innanlands og loftárásir Rússa, Bandaríkjamanna, Frakka og annarra þjóða hafa valdið íkveikjum á ökrunum sem brenna upp á örskotsstundu vegna þurrs loftslags í landinu. 

Skylt efni: Hveti | Írak | Isis | átök | Matvæli

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...