Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Isis stjórna 50% markaðarins
Fréttir 24. nóvember 2015

Isis stjórna 50% markaðarins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Isis-samtökin, sem lýst hafa sig ábyrg fyrir hroðalegum árásum á borgara í París og fleiri voðaverkum, stjórna um 50% af allri hveitiframleiðslu í Írak.

Samtökin hafa kerfisbundið verið að söðla undir sig matvælamarkaðinn í landinu og framleiðir meðal annars mikið magn af hveiti. Starfsemi samtakanna er að hluta til fjármögnuð af sölu á hveitinu og öðru korni á svörtum markaði. Stafsemin er þó aðallega fjármögnuð með sölu á olíu og fjárstuðningi erlendra ríkja.

Á síðasta ári komust samtökin yfir 1,1 milljón tonn af hveiti sem voru í geymslu á svæðum sem þau hernumdu. Auk þess að gera framleiðslu bænda á hernumdum svæðum upptæka krefst Isis hárra skatta af bændum vegna framleiðslu þeirra og í sumum tilfellum verndartolla.

Átökin í Sýrlandi hafa gengið gríðarlega á matvælaframleiðslu í landinu og að minnsta kosti helmingur allra kornakra í landinu hafa orðið eldi að bráð. Átök innanlands og loftárásir Rússa, Bandaríkjamanna, Frakka og annarra þjóða hafa valdið íkveikjum á ökrunum sem brenna upp á örskotsstundu vegna þurrs loftslags í landinu. 

Skylt efni: Hveti | Írak | Isis | átök | Matvæli

Samstaða framleiðenda afar mikilvæg
Fréttir 9. júní 2023

Samstaða framleiðenda afar mikilvæg

Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitfjárbóndi á Háafelli í Hvítársíðu, var kjör...

Flutningur nautgripa yfir varnarlínur
Fréttir 9. júní 2023

Flutningur nautgripa yfir varnarlínur

Nokkuð hefur borið á misskilningi eftir að reglum um flutning nautgripa yfir var...

Kornræktendur fá fyrirframgreiðslu
Fréttir 9. júní 2023

Kornræktendur fá fyrirframgreiðslu

Opnað var fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur þann 1. júní sl.

Þrír handhafar landgræðsluverðlauna
Fréttir 9. júní 2023

Þrír handhafar landgræðsluverðlauna

Októ Einarsson, Skógræktarfélag Kópavogs og ferðaþjónustufyrirtækið Midgard eru ...

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi
Fréttir 8. júní 2023

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi

Fjárveitingar til viðhalds á tveimur varnarlínum sauðfjársjúkdóma milli Miðfjarð...

Nýr lausapenni
Fréttir 8. júní 2023

Nýr lausapenni

Umfangsmeira Bændablað kallar á mannafla og er Þórdís Anna Gylfadóttir nýr liðsf...

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts
Fréttir 8. júní 2023

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts

Samdráttur í nautakjötsframleiðslu nú er afleiðing lægra afurðaverðs árið 2021 a...

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind...