Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Innflutningur frá ESB löndum hefur stóraukist
Mynd / smh
Fréttir 27. janúar 2015

Innflutningur frá ESB löndum hefur stóraukist

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í skýrslu starfshóps atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um tollamál kemur fram að innflutningur á landbúnaðarvörum frá Evrópusambandinu hefur farið vaxandi síðustu ár og hlutfallslega meira en samanburður við innanlandsframleiðslu gefur til kynna.  

Fram kemur í innflutningstölum frá Hagstofu Íslands að  að innflutningur á kjöti til Íslands er að mestu hreinir vöðvar en ekki kjöt í hálfum eða heilum skrokkum. Framleiðsla og neysla innanlands er hins vegar gefin upp í heilum og hálfum skrokkum með beini. Samanburður á innflutningstölum einum og sér við innanlandsneyslu er því ekki réttmætur.

Á þetta sjónarmið er fallist í skýrslunni og innflutt magn umreiknað í kjöt í heilum og hálfum skrokkum með meðaltals nýtingarhlutfalli.  Þessar niðurstöður eru settar fram í töflu 12 í skýrslunni og má þar sjá að árið 2013 nam innflutningur á alifuglakjöti 15,4% af neyslu, nautakjöts 9,8% af neyslu og 11,9% af neyslu svínakjöts var innflutt kjöt.

Helmings aukning milli ára

Af innflutningstölum ársins 2014 að dæma stefnir í að þetta hlutfall verði enn hærra. Fyrstu 11 mánuði ársins 2014 var kjötinnflutningur 52% meiri en allt árið 2013.

Starfshópurinn sem skýrsluna vann var skipaður af atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra í byrjun mars 2014  til að fara yfir tollamál á sviði landbúnaðar.

Tollverndin var skoðuð í alþjóðlegu samhengi og fjallar fyrri hluti skýrslunnar um alla viðskiptasamninga Íslands og annarra ríkja og tengjast landbúnaðarvörum. Þar er einnig fjallað um markaðsaðgang til og frá Íslandi, hvernig að aðgangur erlendra ríkja er að markaði hér á landi og hvað Íslendingar eru að fá á móti.

Ítarleg umfjöllun um tollasamning

Ítarleg er fjalla um samning Íslands og Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), eðli hans og hvernig tollkvótarnir voru ákveðnir upphaflega og þróun þeirra.

Verðmæti útfluttnings  hefur dregist saman

Af öðrum viðskiptasamningum er samningur Íslands og ESB á grundvelli 19. gr. EES samningsins sá sem veitir mestan markaðsaðgang fyrir óunnar landbúnaðarvörur. Samningurinn tók gildi 1. mars 2007 og m.a. ætlað að leiða til fjölbreyttara vöruframboðs  og skapa ný sóknarfæri til útflutnings.

Í skýrslunni segir um þetta: „Ekki hefur farið fram sérstök athugun á framangreindum atriðum en ljóst er að innflutningur frá Evrópusambandinu hefur farið vaxandi síðustu ár en verðmæti útfluttra landbúnaðarvara hefur heldur dregist saman á meðan magn hefur aukist í tonnum talið, sbr. töflur um inn- og útflutning í 5. kafla þessarar skýrslu. Í þessu sambandi kann að þurfa að bæta markaðsaðgang Íslands til ESB, einkum á unnum landbúnaðarvörum.

Stefna Íslands hefur verið að lækka tolla á innfluttum búvörum eða veita aukinn markaðsaðgang  gegn bættum markaðsaðgangi fyrir innlendar búvörur á erlendum mörkuðum með gerð viðskiptasamninga. Þó eru í lögum heimildir til að veita svokallaða opna tollkvóta þegar innlent framboð uppfyllir ekki eftirspurn.

Innflutningur kjöti

Í skýrslunni er gerð tilraun til að fjalla um tollvernd í víðum skilningi þess orðs, þ.e. með tilliti til útboðskostnaðar (kvótaverð), á nautakjöti, svínakjöti, alifuglakjöti, reyktu og söltuðu kjöti, ostum og unnum kjötvörum. Síðan segir í skýrslunni: „Þessir vöruflokkar eru valdir til útreiknings í ljósi þess að þeir bera nokkuð hærri tolla samanborið við margar aðrar landbúnaðarafurðir og ekki síður af þeirri ástæðu að útboð tollkvótana er fremur aðferðarfræði í þeim tilgangi að úthluta takmörkuðum gæðum (kvótum). Það skal undirstrikað að hér er um að ræða nálgun til að mæla hversu hátt hlutfall tollvernd er af heildarverði innflutnings, þ.e.a.s. hversu hátt hlutfall kostnaðar vegna tolla og útboða á tollkvótum er af heildarverði vöru þegar búið er að leysa hana úr tolli.“ 

Verð sem innflytjendur greiða fyrir tollkvóta rennur sem tekjur til ríkissjóðs og leggst að sama skapi ofan á vöruverð. En um þetta segir nánar í skýrslunni: „Jafnframt er nauðsynlegt að hafa í huga að með lækkun heimsmarkaðsverðs má ætla að eftirspurn aukist eftir tollkvótum sem jafnframt hækkar kvótaverð og þ.a.l. útreikning á hlutfalli tollverndar.“

Skylt efni: innflutningur | Tollavernd

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...