Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Geitur á beit. Þar sem tiltölulega fáir geitabændur eru á Íslandi var kortlagning geitarbeitarsvæða talin henta einkum vel til að prófa og þróa áfram nýja tækni.
Geitur á beit. Þar sem tiltölulega fáir geitabændur eru á Íslandi var kortlagning geitarbeitarsvæða talin henta einkum vel til að prófa og þróa áfram nýja tækni.
Mynd / Háhóll geitabú
Í deiglunni 17. apríl 2023

Kortleggja beitarsvæði geita

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Landgræðslan hyggst kortleggja beitarsvæði geitfjár í samstarfi við bændur. Ný kortlagningaaðferð verður tekin til notkunar, þar sem geitfjáreigendur geta sjálfir teiknað beitarsvæðin sín inn á vefsjá GróLindar.

„Þegar vöktunarverkefnið GróLind hófst árið 2017 varð fljótlega ljóst að nauðsynlegt væri að hafa gott yfirlit yfir landnýtingu. Það er ein af grundvallarforsendum þess að hægt sé að skoða í samhengi ástand lands og landnýtingu að vita hvaða svæði er verið að nýta og umfang nýtingarinnar.

Árið 2020 var birt fyrsta útgáfa af kortlagningu beitarlanda sauðfjár hér á landi. Nú er sú kortlagning í endurskoðun og vonir standa til þess að ný og nákvæmari kortlagning komi út á þessu ári. Árið 2022 voru birtar niðurstöður samstarfsverkefnis GróLindar og Háskóla Íslands um sumarútbreiðslu þriggja villtra grasbíta auk sauðfjár. Þar kom í ljós að skörun er mest á meðal heiðagæsa og sauðfjár,“ segir í tilkynningu frá Landgræðslunni en nánari umfjöllun um það verkefni er að finna á síðu 62 í þessu tölublaði Bændablaðsins.

„Samhliða endurbótum á kortlagningu beitarsvæða sauðfjár erum við að hefja kortlagningu beitarsvæða geitfjár. Í þeirri kortlagningu er GróLind að prófa nýja aðferð við kortlagninguna sem fellst í því að gefa bændum færi á að teikna beitarsvæðin sín sjálfir inn á vefsjá og láta í té nauðsynlegar upplýsingar, s.s. beitartíma og afmörkun svæðisins, allt gert í tölvunni heima.

Búið er að prufukeyra kortavefsjána og nokkur beitarsvæði hafa verið teiknuð inn. Hingað til hefur það gengið vel. Á undanförnum dögum og vikum hefur Landgræðslan haft samband við geitabændur landsins og óskað eftir þátttöku í verkefninu, enn er þó ekki búið að hafa samband við alla. Þar sem tiltölulega fáir geitabændur eru á Íslandi var kortlagning geitarbeitarsvæða talin henta einkum vel til að prófa og þróa áfram þessa nýju tækni. Ef vel tekst til verður þessi aðferð nýtt til að kortleggja beit annarra húsdýra á Íslandi, s.s. hrossa og nautgripa, sem og kortlagningu beitarsvæða sauðfjár. Með þessari gagnvirku kortavefsjá geta bændur tekið virkari þátt í kortlagningu, átt auðveldari aðgang að upplýsingunum, geta leiðrétt villur eða gert athugasemdir á einfaldan hátt. Einnig eru uppfærslur fljótlegri og einfaldari í sniðum heldur en ef upplýsingarnar þyrftu að fara í gegnum þriðja eða jafnvel fjórða aðila.“

Starfsfólk GróLindar, Jóhann Helgi Stefánsson og Björk Sigurjónsdóttir, munu verða í sambandi við alla geitabændur á landinu á næstu dögum og vikum. „Við vonum að verkefninu verði áfram tekið vel og að bændur hjálpi okkur að gera þessa kortlagningu eins góða og mögulegt er,“ segir í tilkynningu frá Landgræðslunni.

Í sókn eftir erfiðleika
Fréttaskýring 8. september 2023

Í sókn eftir erfiðleika

Kornrækt virðist vera í sókn á nýjan leik og hefur ákvörðun stjórnvalda að setja...

Örplast í öll mál
Fréttaskýring 25. ágúst 2023

Örplast í öll mál

Örplast er sívaxandi vandamál í veröldinni. Það berst upp alla líf- og fæðukeðju...

Deilt um framtíð lausagöngu
Fréttaskýring 27. júlí 2023

Deilt um framtíð lausagöngu

Undanfarin misseri hefur verið mikil umræða um lausagöngu sauðfjár, eftir álit u...

Miklar breytingar í vændum
Fréttaskýring 14. júlí 2023

Miklar breytingar í vændum

Er miklu meiri skógrækt á Íslandi mál málanna? Eða er of hratt farið? Skógrækt t...

Letjandi skipulag
Fréttaskýring 6. júlí 2023

Letjandi skipulag

Einn helsti ásteytingarsteinn í íslenskri skógrækt er skipulagsmál.

Smærri sveitarfélög í dauðafæri við innleiðingu blágrænna innviða
Fréttaskýring 30. júní 2023

Smærri sveitarfélög í dauðafæri við innleiðingu blágrænna innviða

Blágrænir innviðir gætu létt á fráveitukerfum og búið til áhugavert grænt þéttbý...

Áhrif beitar: Beit á ekki við í viðkvæmum vistkerfum
Fréttaskýring 16. júní 2023

Áhrif beitar: Beit á ekki við í viðkvæmum vistkerfum

Ólafur Gestur Arnalds er prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann lærði ja...

Áhrif beitar: Hófleg beit getur styrkt graslendi
Fréttaskýring 16. júní 2023

Áhrif beitar: Hófleg beit getur styrkt graslendi

Anna Guðrún Þórhallsdóttir er prófessor við Háskólann á Hólum. Hún lærði úthagaf...