Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hvatning til betri búskapar
Fréttir 31. janúar 2017

Hvatning til betri búskapar

Höfundur: smh
Matvælastofnun vinnur að áhættu- og frammistöðuflokkun fyrir frumframleiðslu; framleiðslu á kjöti, mjólk og öðru búfjárhaldi. 
 
Jónína Þ. Stefánsdóttir, fag­sviðsstjóri samhæfingar hjá Matvælastofnun, segir að markmið með áhættu- og frammistöðuflokkunarkerfi í frumframleiðslu sé að forgangsraða eftirliti í samræmi við þær kröfur sem löggjöfin gerir ráð fyrir. 
 
„Mest eftirlit verður með starfsemi sem felur í sér mesta áhættu varðandi dýravelferð og matvælaöryggi. Áhættumiðað eftirlit tryggir að eftirliti sé forgangsraðað út frá þörfum. Með frammistöðuflokkun dregur úr eftirliti með þeim sem standa sig vel, á meðan eftirlit er aukið þar sem ekki hefur tekist að uppfylla að öllu leyti ákvæði laga og reglugerða. Þannig fæst betri nýting á tíma, mannauði og fjármagni samhliða skilvirkara eftirliti,“ segir Jónína. 
 
Vonir standa til að hægt verði að ljúka útfærslu á áhættuflokkunarkerfinu á þessu ári og  vinna eftir því frá og með næsta ári. 
 
„Frammistöðuflokkun í frumframleiðslu verður ekki að fullu virk fyrr en búið er að skoða allar starfsstöðvar samkvæmt áhættuflokkunarkerfinu, sem tekur líklega um þrjú ár. Kerfið verður eftir það í stöðugri endurskoðun. Bændur verða varir við að tíðni eftirlits með starfsemi þeirra breytist í kjölfar áhættuflokkunar og það verður markvissara. Neytendur munu einnig njóta góðs af markvissara eftirliti með matvælaöryggi og dýravelferð,“ segir Jónína.
  
Þrír frammistöðuflokkar
 
Frammistaða verður flokkuð í þrjá flokka; A, B og C eftir fjölda frávika og alvarlegra frávika við einstök skoðunaratriði og hvernig staðið er að úrbótum. Þetta er að sögn Jónínu með líkum hætti og gert er varðandi áhættu- og frammistöðuflokkun fóður- og matvælafyrirtækja. Þeir sem standa sig vel fá minna eftirlit og þar með lægri eftirlitsgjöld, en þeir sem standa sig illa fá tíðara eftirlit og hærri eftirlitsgjöld. 
 
Jónína segir að allar nýjar starfsstöðvar byrji í frammistöðuflokki B. „Til að hægt sé að flokka frammistöðu fyrirtækis í fyrsta sinn þarf að skoða að minnsta kosti 95 prósent þeirra skoðunaratriða sem skilgreind hafa verið fyrir starfsemina. Ef skoðun leiðir til þess að starfsstöðin færist í frammistöðuflokk A, margfaldast eftirlitsþörfin með 0,5 þannig að starfsstöðin fær 50 prósent færri eftirlitstíma en þegar hún var í flokki B. Ef starfsstöð færist í frammistöðuflokk C, margfaldast eftirlitsþörfin með 1,5 þannig að starfsstöðin fær 50 prósent fleiri eftirlitstíma en þegar hún var í B flokki.“ 
Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa
Fréttir 16. júní 2025

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf....

Úthlutað úr Matvælasjóði
Fréttir 16. júní 2025

Úthlutað úr Matvælasjóði

Fjörutíu verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði á dögunum. Hanna Katrín Friðriksso...

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...