Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hrútar, kvikmyndir
Hrútar, kvikmyndir
Fréttir 6. júlí 2015

Hrútar tilnefnd LUX Film Prize

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tilkynnt var um 10 evrópskar kvikmyndir sem tilnefndar eru til kvikmyndaverðlauna Evrópusambandsins LUX verðlaunanna árið 2015 á kvikmyndahátíðinni Karlovy Vary í Tékklandi fyrir skömmu.

Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk kvikmynd er tilnefnd til verðlaunanna sem hafa verið veitt frá árinu 2007. Þrjár af þessum 10 myndum komast svo áfram í undanúrslit, verða sýndar á Feneyjarhátíðinni, þýddar og textaðar á öll 24 opinber tungumál Evrópusambandsins og sýndar í öllum 28 aðildarríkjunum. Sigurvegari verður svo kunngjörður í lok árs.

Í fréttatilkynningu vegna tilnefningarinnar segir Grímur Jónsson, framleiðandi Hrúta. ”Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki um þessi verðlaun fyrr en ég fékk sendar upplýsingar um að Hrútar væru tilnefndir og ég átta mig betur á því núna hvað er í húfi og hversu merkilegt þetta er. Það eru allir að óska okkur Grími til hamingju hérna úti og manni líður hálfpartinn eins og maður hafi verið að vinna eitthvað bara við það eitt að vera tilnefndur. Það væri magnað að komast áfram í 3 mynda úrslit og það verður ljóst eftir 2 vikur. Sjö, níu, þrettán.”

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...