Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hrútar, kvikmyndir
Hrútar, kvikmyndir
Fréttir 6. júlí 2015

Hrútar tilnefnd LUX Film Prize

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tilkynnt var um 10 evrópskar kvikmyndir sem tilnefndar eru til kvikmyndaverðlauna Evrópusambandsins LUX verðlaunanna árið 2015 á kvikmyndahátíðinni Karlovy Vary í Tékklandi fyrir skömmu.

Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk kvikmynd er tilnefnd til verðlaunanna sem hafa verið veitt frá árinu 2007. Þrjár af þessum 10 myndum komast svo áfram í undanúrslit, verða sýndar á Feneyjarhátíðinni, þýddar og textaðar á öll 24 opinber tungumál Evrópusambandsins og sýndar í öllum 28 aðildarríkjunum. Sigurvegari verður svo kunngjörður í lok árs.

Í fréttatilkynningu vegna tilnefningarinnar segir Grímur Jónsson, framleiðandi Hrúta. ”Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki um þessi verðlaun fyrr en ég fékk sendar upplýsingar um að Hrútar væru tilnefndir og ég átta mig betur á því núna hvað er í húfi og hversu merkilegt þetta er. Það eru allir að óska okkur Grími til hamingju hérna úti og manni líður hálfpartinn eins og maður hafi verið að vinna eitthvað bara við það eitt að vera tilnefndur. Það væri magnað að komast áfram í 3 mynda úrslit og það verður ljóst eftir 2 vikur. Sjö, níu, þrettán.”

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...