Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra, Jóhann R. Skúlason, knapi ársins, og Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamanna á Uppskeruhátíðinni.
Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra, Jóhann R. Skúlason, knapi ársins, og Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamanna á Uppskeruhátíðinni.
Fréttir 13. desember 2019

Jóhann R. Skúlason er knapi ársins

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Jóhann Rúnar Skúlason var valinn knapi ársins á Uppskeruhátíð hestamanna sem fram fór á dögunum. Fremstu afreksknapar hér á landi sem og fremstu ræktunarbú ársins 2019 voru heiðruð  á hátíðinni.

Jóhann Rúnar vann þrjá heimsmeistaratitla á árinu, í tölti, fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum á hestinum Finnboga frá Minni-Reykjum. Einnig á hann hæstu tölteinkunn ársins, 8,90.

Aðrir knapar sem hlutu verðlaun á hátíðinni voru, Benjamín Sandur Ingólfsson sem valinn var efnilegasti knapi ársins 2019, Konráð Valur Sveinsson hreppti nafnbótina skeiðknapi ársins 2019 og Hlynur Guðmundsson var valinn gæðingaknapi ársins. Jóhann Rúnar var íþróttaknapi ársins og Árni Björn Pálsson kynbótaknapi ársins. Þá var tilkynnt um að Syðri Gegnishólar/Ketilsstaðir hefði fengið verðlaun í flokki keppnishestabúa ársins og Stuðlar eru ræktunarbú ársins 2019. 

Bjarnleifur heiðraður

Á Uppskeruhátíðinni veitti Landssamband hestamanna, LH Bjarnleifi Árna Bjarnleifssyni heiðursverðlaun LH en hann hefur starfað í félagsmálum hestamanna óslitið í 30 ár og er enn að. Hann var formaður landsliðsnefndar LH í tíu ár, frá hausti 2003 til ársins 2013. Bjarnleifur hefur áður hlotið viðurkenningu fyrir óeigingjant starf í þágu hestamanna, hann hefur hlotið félagsmálaskjöld og starfsmerki UMSK og gullmerki Landssambands hestamannafélaga. Heiðursverðlaun Félags hrossabænda hlaut Baldvin Kr. Baldvinsson fyrir ræktun sína á kynbótahrossum og keppnishrossum frá Torfunesi. 

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...