Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sigurvegarar og dómarar. Ylfa Helgadóttir, Sturla Birgisson, Denis Grbic, Axel Þorsteinsson, Iðunn Sigurðardóttir, Karl Viggó Vigfússon
Sigurvegarar og dómarar. Ylfa Helgadóttir, Sturla Birgisson, Denis Grbic, Axel Þorsteinsson, Iðunn Sigurðardóttir, Karl Viggó Vigfússon
Fréttir 30. október 2015

Hörð keppni um besta eftirréttinn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fjörutíu einstaklingar tóku þátt í keppninni eftirréttur ársins sem fór fram í gær.

Sigurvegari keppninnar var  Axel Þorsteinsson yfirkonditor á Apótel Restaurant og hlaut að launum námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry. Í öðru sæti var Denis Grbic matreiðslumaður á Grillinu Hótel Sögu og í því þriðja Iðunn Sigurðardóttir matreiðslunemi á Fiskfélaginu. Keppni var hörð og lítill munur á keppendum í efstu sætunum.

Dómarar að þessu sinni voru þau Karl Viggó Vigfússon Omnom sem jafnframt var yfirdómari, Sturla Birgisson Borg Restaurant og Ylfa Helgadóttir Kopar.

Að sögn Karls Viggós eins að umsjónarmönnum keppninnar hefur hún vaxið ár frá ári og er gæðastaðallinn mjög hár. „Keppendur leggja mikinn metnað í eftirréttina og var mjótt á munum milli efstu manna. Gaman er að sjá unga og efnilega fagmenn gefa allt í keppnina og greinilegt að áhugi á eftirréttagerð fer vaxandi.“

Skylt efni: Matur | eftirréttur

Kjötskortur, hvað?
Fréttir 24. mars 2023

Kjötskortur, hvað?

Sé horft til ásetningsfjölda gripa á landinu er fyrirsjáanlegt að framboð á kjöt...

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum
Fréttir 24. mars 2023

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum

Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mar...

Um 5% fækkun sauðfjár
Fréttir 24. mars 2023

Um 5% fækkun sauðfjár

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr matvælaráðuneytinu hefur orðið um fimm prósen...

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa
Fréttir 24. mars 2023

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa

Tvö eggjabú munu hætta framleiðslu í júní nk. Formaður deildar eggjabænda segir ...

Áburðarframleiðsla á döfinni
Fréttir 23. mars 2023

Áburðarframleiðsla á döfinni

Á Búnaðarþingi mun Þorvaldur Arnarsson, verkefnastjóri hjá Landeldi hf., kynna v...

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra
Fréttir 23. mars 2023

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra

Matvælaráðherra fundaði með eyfirskum bændum síðastliðið sunnudagskvöld í mötune...

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin
Fréttir 23. mars 2023

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin

Á mánudaginn var hið íslenska Næra fiskinasl frá Responsible Foods útnefnt besta...

Ekki féhirðir annarra
Fréttir 23. mars 2023

Ekki féhirðir annarra

Þórarinn Skúlason og Guðfinna Guðnadóttir, bændur á Steindórsstöðum, eru á meðal...