Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sigurvegarar og dómarar. Ylfa Helgadóttir, Sturla Birgisson, Denis Grbic, Axel Þorsteinsson, Iðunn Sigurðardóttir, Karl Viggó Vigfússon
Sigurvegarar og dómarar. Ylfa Helgadóttir, Sturla Birgisson, Denis Grbic, Axel Þorsteinsson, Iðunn Sigurðardóttir, Karl Viggó Vigfússon
Fréttir 30. október 2015

Hörð keppni um besta eftirréttinn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fjörutíu einstaklingar tóku þátt í keppninni eftirréttur ársins sem fór fram í gær.

Sigurvegari keppninnar var  Axel Þorsteinsson yfirkonditor á Apótel Restaurant og hlaut að launum námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry. Í öðru sæti var Denis Grbic matreiðslumaður á Grillinu Hótel Sögu og í því þriðja Iðunn Sigurðardóttir matreiðslunemi á Fiskfélaginu. Keppni var hörð og lítill munur á keppendum í efstu sætunum.

Dómarar að þessu sinni voru þau Karl Viggó Vigfússon Omnom sem jafnframt var yfirdómari, Sturla Birgisson Borg Restaurant og Ylfa Helgadóttir Kopar.

Að sögn Karls Viggós eins að umsjónarmönnum keppninnar hefur hún vaxið ár frá ári og er gæðastaðallinn mjög hár. „Keppendur leggja mikinn metnað í eftirréttina og var mjótt á munum milli efstu manna. Gaman er að sjá unga og efnilega fagmenn gefa allt í keppnina og greinilegt að áhugi á eftirréttagerð fer vaxandi.“

Skylt efni: Matur | eftirréttur

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...