Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hjólreiðafólk er ekki nógu áberandi í vegköntunum
Fréttir 27. maí 2016

Hjólreiðafólk er ekki nógu áberandi í vegköntunum

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Sama hvert maður fer, alls staðar sér maður hjólreiðafólk í umferð og í vegköntum. Persónulega finnst mér of stór hluti hjólreiðafólks ekki vera nægilega sýnilegt í umferðinni. 
 
Fyrir skemmstu fór ég upp Þjórs­árdalinn og sá einn hjólreiðamann u.þ.b. einn kílómetra fyrir framan mig, en þegar ég kom helmingi nær sá ég að þarna voru þrír hjólandi, en tveir voru vel fyrir aftan þennan sem ég sá fyrst. Sá sem ég sá fyrst var í gulu áberandi vesti, en hinir tveir voru í svörtum fötum.
 
Áhyggjuefni fjölgun reiðhjóla á vegum sem ekki eru hannaðir fyrir hjólaumferð
 
Fjölgun reiðhjóla er um mörg hundruð prósent á síðustu þrem árum, en vegakerfið er ekki hannað með svona mikla reiðhjólaumferð í huga. Það eru og verða slys á hjólreiðafólki, en til að minka hættuna á slysum þarf hjólreiðafólk að hafa það í huga að þeir sjást seint og illa, en geta aukið sýnileikann um helming með því að klæðast áberandi klæðnaði.
 
Betra að hjóla á móti umferð á einbreiðum malarvegum
 
Á sumum malarvegum og mjóum vegum tel ég vænlegra til öryggis, bæði fyrir bílstjóra og hjólreiðafólk að hjóla á öfugum vegarhelmingi (alla vega vandist ég því að hjóla á móti umferð á mjóum malarveginum þar sem ég ólst upp). Fyrir um ári síðan var ég að koma mjóan og hlykkjóttan veginn að Drangsnesi og sá þá nokkra koma á móti mér á reiðhjólum. Þegar ég kom nær sá ég að þetta virtist vera fjölskylda í hjólatúr. Allir fóru í einfalda röð úti í vegkantinum á móti umferð. Persónulega fannst mér betra að mæta þessum fimmmenningum sem hjóluðu mín megin heldur en þegar ég mæti reiðhjólum hægra megin í umferð (þetta er alfarið mín skoðun og ég veit ekki hvort það sé löglegt gagnvart umferðarlögum að hjóla á öfugum vegarhelmingi). 
 
Átak um að hætta að skoða og senda SMS-skilaboð í umferðinni
 
Nýlega sá ég gott áróðursmyndband um notkun á farsímum af bílstjórum. Í myndbandinu var sýnt hversu langt bíllinn fer á meðan ökumaðurinn lítur af veginum á símann sinn. Mjög gott og fræðandi myndband, en eitt fannst mér vanta í myndbandið: Það er hugsun ökumannsins þegar hann lítur upp til að gá að umferðinni, þá hugsar hann: Enginn bíll. En horfði hann nægilega vel til að sjá reiðhjól á veginum eða í vegkantinum? Förum varlega í umferðinni, þar eru fleiri en við.
Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...