Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hjólreiðafólk er ekki nógu áberandi í vegköntunum
Fréttir 27. maí 2016

Hjólreiðafólk er ekki nógu áberandi í vegköntunum

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Sama hvert maður fer, alls staðar sér maður hjólreiðafólk í umferð og í vegköntum. Persónulega finnst mér of stór hluti hjólreiðafólks ekki vera nægilega sýnilegt í umferðinni. 
 
Fyrir skemmstu fór ég upp Þjórs­árdalinn og sá einn hjólreiðamann u.þ.b. einn kílómetra fyrir framan mig, en þegar ég kom helmingi nær sá ég að þarna voru þrír hjólandi, en tveir voru vel fyrir aftan þennan sem ég sá fyrst. Sá sem ég sá fyrst var í gulu áberandi vesti, en hinir tveir voru í svörtum fötum.
 
Áhyggjuefni fjölgun reiðhjóla á vegum sem ekki eru hannaðir fyrir hjólaumferð
 
Fjölgun reiðhjóla er um mörg hundruð prósent á síðustu þrem árum, en vegakerfið er ekki hannað með svona mikla reiðhjólaumferð í huga. Það eru og verða slys á hjólreiðafólki, en til að minka hættuna á slysum þarf hjólreiðafólk að hafa það í huga að þeir sjást seint og illa, en geta aukið sýnileikann um helming með því að klæðast áberandi klæðnaði.
 
Betra að hjóla á móti umferð á einbreiðum malarvegum
 
Á sumum malarvegum og mjóum vegum tel ég vænlegra til öryggis, bæði fyrir bílstjóra og hjólreiðafólk að hjóla á öfugum vegarhelmingi (alla vega vandist ég því að hjóla á móti umferð á mjóum malarveginum þar sem ég ólst upp). Fyrir um ári síðan var ég að koma mjóan og hlykkjóttan veginn að Drangsnesi og sá þá nokkra koma á móti mér á reiðhjólum. Þegar ég kom nær sá ég að þetta virtist vera fjölskylda í hjólatúr. Allir fóru í einfalda röð úti í vegkantinum á móti umferð. Persónulega fannst mér betra að mæta þessum fimmmenningum sem hjóluðu mín megin heldur en þegar ég mæti reiðhjólum hægra megin í umferð (þetta er alfarið mín skoðun og ég veit ekki hvort það sé löglegt gagnvart umferðarlögum að hjóla á öfugum vegarhelmingi). 
 
Átak um að hætta að skoða og senda SMS-skilaboð í umferðinni
 
Nýlega sá ég gott áróðursmyndband um notkun á farsímum af bílstjórum. Í myndbandinu var sýnt hversu langt bíllinn fer á meðan ökumaðurinn lítur af veginum á símann sinn. Mjög gott og fræðandi myndband, en eitt fannst mér vanta í myndbandið: Það er hugsun ökumannsins þegar hann lítur upp til að gá að umferðinni, þá hugsar hann: Enginn bíll. En horfði hann nægilega vel til að sjá reiðhjól á veginum eða í vegkantinum? Förum varlega í umferðinni, þar eru fleiri en við.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...