Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Herdís Sæmundardóttir er nýr stjórnarformaður Byggðastofnunar
Fréttir 10. apríl 2015

Herdís Sæmundardóttir er nýr stjórnarformaður Byggðastofnunar

Höfundur: smh

Í tilkynningu á vef atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins er greint frá því að búið sé að skipa nýja stjórn Byggðastofnunar. Herdís Sæmundsdóttir er nýr stjórnarformaður stofnunarinnar.

Í ræðu ráðherra, á ársfundi stofnunarinnar í Vestmannaeyjum í dag, þakkaði hann Þóroddi Bjarnasyni fráfarandi formanni stjórnar fyrir störf hans og bauð um leið Herdísi Sæmundardóttur velkomna til starfa.

Samkvæmt 3. gr. laga nr. 106/1999 um Byggðastofnun skipar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sjö menn í stjórn stofnunarinnar og jafnmarga til vara til eins árs í senn.  Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipar jafnframt formann og varaformann.

Nýja stjórn Byggðastofnunar skipa eftirtaldir: Herdís Sæmundardóttir, formaður, Einar E. Einarsson, varaformaður, Valdimar Hafsteinsson, Ásthildur Sturludóttir, Karl Björnsson,Oddný María Gunnarsdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir.

Innheimta svæðisgjalda
Fréttir 31. mars 2023

Innheimta svæðisgjalda

Í lok árs 2022 samþykkti stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs tillögur um gjaldtöku. Umhv...

Áframhaldandi samstarf
Fréttir 31. mars 2023

Áframhaldandi samstarf

Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) /Beint frá býli ...

Fengu ný verkfæri
Fréttir 30. mars 2023

Fengu ný verkfæri

Nemendum og kennurum í pípulögnum í Verkmenntaskólanum á Akureyri voru á dögunum...

Vafi á réttmæti líftölumælinga
Fréttir 30. mars 2023

Vafi á réttmæti líftölumælinga

Auðhumla hefur tekið þá ákvörðun að nýta ekki niðurstöður úr líftölumælingum til...

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram
Fréttir 29. mars 2023

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram

Fimm þingmenn úr fjórum þingflokkum lögðu á dögunum fram frumvarp til laga um br...

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti
Fréttir 29. mars 2023

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti

Í heimsókn sinni til Íraks á dögunum færði Birgir Þórarinsson alþingismaður land...

Endurheimt vistkerfa
Fréttir 29. mars 2023

Endurheimt vistkerfa

Mossy earth er alþjóðleg hreyfing um endurreisn vistkerfa sem er fjármögnuð með ...

Tillaga um dýravelferðarstofu
Fréttir 29. mars 2023

Tillaga um dýravelferðarstofu

Þann 14. mars stóð Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fyrir málþingi um stöðu dýra...