Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hafliði fór á kostum í keppninni, náði 39. sæti og stóð sig feiknavel. Dómarinn fylgist grannt með honum.
Hafliði fór á kostum í keppninni, náði 39. sæti og stóð sig feiknavel. Dómarinn fylgist grannt með honum.
Mynd / Úr einkasafni
Fréttir 1. mars 2017

Heiða Guðný og Hafliði stóðu sig frábærlega

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir frá Ljótarstöðum í Skaftártungu og Hafliði Sævarsson frá Fossárdal í Berufirði eru nýkomin heim eftir sex vikur á Nýja-Sjálandi þar sem þau tóku m.a. þátt í heimsmeistarakeppninni í rúningi. 
 
Bæði stóðu þau sig frábærlega. Hafliði hafnaði í 39. sæti af 56 keppendum og Heiða Guðný, sem var eina konan í keppninni, lenti í 55. sæti.
 
Heiða Guðný og Hafliði voru ánægð þegar þau komu heim til Íslands eftir að hafa verið á Nýja-Sjálandi í sex vikur. Eftir heimsmeistarakeppnina taka nú við hefðbundin bústörf á jörðum þeirra. Mynd / MHH
 
Öttu kappi við mjög reynda rúningsmenn
 
Þau voru að keppa við mjög reynda og snögga rúningsmenn.Hver keppandi rúði 15 kindur og var það síðan hlutverk dómaranna að fara yfir verkið og gefa einkunn. 
 
Rúningur á Nýja-Sjálandi er gerólíkur því sem þekkist á Íslandi og því þurftu Heiða og Hafliði að læra allt aðra tækni en þau eru vön. Þau fóru því á námskeið hjá heimamönnum áður en keppnin sjálf hófst. 
 
Reynslunni ríkari
 
Bæði segjast þau reynslunni ríkari eftir keppnina, aðstæðurnar á Nýja-Sjálandi hafi verið frábærar og þau hafi fengið góðar móttökur hjá mótshöldurum og heimamönnum.  
 
Heiða Guðný var eina konan í ár sem tók þátt í heimsmeistarakeppninni í rúningi. Hún sýndi snilldartakta og stóð sig vel.
Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar
Fréttir 11. apríl 2024

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr ráðherra matvælaráðuneytis en Svandís Svavars...

Greiðslumark færist til Norðvesturlands
Fréttir 11. apríl 2024

Greiðslumark færist til Norðvesturlands

Um sjötíu prósent mjólkurkvóta sem skipti um eigendur á síðasta tilboðsmarkaði f...

Nemendur vilja betri hádegismat
Fréttir 10. apríl 2024

Nemendur vilja betri hádegismat

Fulltrúar ungmennaráðs Mýrdalshrepps vöktu máls á skólamáltíðum á sveitarstjórna...