Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hafliði fór á kostum í keppninni, náði 39. sæti og stóð sig feiknavel. Dómarinn fylgist grannt með honum.
Hafliði fór á kostum í keppninni, náði 39. sæti og stóð sig feiknavel. Dómarinn fylgist grannt með honum.
Mynd / Úr einkasafni
Fréttir 1. mars 2017

Heiða Guðný og Hafliði stóðu sig frábærlega

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir frá Ljótarstöðum í Skaftártungu og Hafliði Sævarsson frá Fossárdal í Berufirði eru nýkomin heim eftir sex vikur á Nýja-Sjálandi þar sem þau tóku m.a. þátt í heimsmeistarakeppninni í rúningi. 
 
Bæði stóðu þau sig frábærlega. Hafliði hafnaði í 39. sæti af 56 keppendum og Heiða Guðný, sem var eina konan í keppninni, lenti í 55. sæti.
 
Heiða Guðný og Hafliði voru ánægð þegar þau komu heim til Íslands eftir að hafa verið á Nýja-Sjálandi í sex vikur. Eftir heimsmeistarakeppnina taka nú við hefðbundin bústörf á jörðum þeirra. Mynd / MHH
 
Öttu kappi við mjög reynda rúningsmenn
 
Þau voru að keppa við mjög reynda og snögga rúningsmenn.Hver keppandi rúði 15 kindur og var það síðan hlutverk dómaranna að fara yfir verkið og gefa einkunn. 
 
Rúningur á Nýja-Sjálandi er gerólíkur því sem þekkist á Íslandi og því þurftu Heiða og Hafliði að læra allt aðra tækni en þau eru vön. Þau fóru því á námskeið hjá heimamönnum áður en keppnin sjálf hófst. 
 
Reynslunni ríkari
 
Bæði segjast þau reynslunni ríkari eftir keppnina, aðstæðurnar á Nýja-Sjálandi hafi verið frábærar og þau hafi fengið góðar móttökur hjá mótshöldurum og heimamönnum.  
 
Heiða Guðný var eina konan í ár sem tók þátt í heimsmeistarakeppninni í rúningi. Hún sýndi snilldartakta og stóð sig vel.
Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...

Sala á 3.357 ærgildum
Fréttir 5. desember 2023

Sala á 3.357 ærgildum

Á innlausnarmarkaði með greiðslumark í sauðfé, sem haldinn var 15. nóvember, bár...

Sæðingar verða niðurgreiddar
Fréttir 5. desember 2023

Sæðingar verða niðurgreiddar

Sæðingar verða niðurgreiddar til að innleiða verndandi arfgerðir gegn riðu.

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.