Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hátíðir sumarsins
Mynd / Ragnar Th / Höfuðborgarstofa
Fréttir 10. júní 2022

Hátíðir sumarsins

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Skemmtanir yfir sumartímann hafa verið við lýði svo lengi sem elstu menn muna.

Hlakkað hefur verið til Sólstöðuhátíða um allt land þar sem viðstaddir gæða sér á pönnukökum og sólarkaffi, bíladagar á Akureyri kitla aðra, Vopnaskak Vopnafjarðar enn aðra og svo auðvitað hátíðir verslunarmannahelgarinnar í bland við allar þær tónlistarhátíðir, hannyrðadaga, miðaldadaga og götubitahátíðir sem fyrirfinnast – svo eitthvað sé nefnt.

Nú þegar þetta er sett á blað hefur fyrsta helgi júnímánaðar þegar runnið upp og því ekki hægt að stinga upp á skemmtunum yfir hvítasunnuna. Einhverjir hafa mögulega tekið þátt í Color Run hlaupi Reykvíkinga, Bjórhátíðinni á Hólum eða annars lags gleði – á meðan aðrir hafa furðað sig á hvers vegna aðstandendur Sjómannadagsins hafi ekki blásið í lúðra sína.

Samkvæmt vefsíðu Brim kemur fram í tilkynningu stjórnarformanns Sjómannadagsráðs, Aríels Péturssonar, að þótt sjómannadagurinn sé alla jafna haldinn fyrstu helgina í júní, beri nú hvítasunnuna upp á þá helgi í ár og því ákveðið að hátíðahöld í tilefni hans verði aðra helgina í júní eða þann tólfta.

Einnig kemur fram að í ár verði öllu tjaldað til þann dag og þó áður hafi sjómannadagurinn verið hluti af Hátíð hafsins verði það ekki nú í ár.
En nú skulum við líta yfir það sem helst er á döfinni í júnímánuði innan hvers landshluta. Júlí og ágúst verða svo teknir er þar að kemur. Svona eftir bestu getu og með þakklæti til þeirra er svara tölvupóstum á markaðsstofum þeirra. Þar má einnig finna frekari upplýsingar um neðangreind hátíðahöld.

Annað sem gott er að hafa bak við eyrað er Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar á Seyðisfirði og svo má enginn gleyma Ljósanóttum Reykjanesbæjar sem eru dagana 1.- 4. september næstkomandi

Á döfinni í júní ...
Austurland & Austfirðir

12. júní  Heimamyndadagar á Seyðisfirði.

15. júní Heimamyndadagur á Djúpavogi.

20.-23. júní Námskeiðið Útsaumur & útiveraHallormsstaðaskóla.

18.-25. júní  Gönguvikan Á fætur í Fjarðabyggð, fjölskylduvænar gönguferðir og afþreying.

22.-23. júní Smiðjuhátíð Tækniminjasafnsins á Seyðisfirði með breyttu sniði: Sýning í gömlu vjelasmiðjunni
og víðar um skriðuföllin, boðið verður upp á ljósmyndanámskeið, kótilettukvöld og tónleikar haldnir með Ragnheiði Gröndal og Guðmundi Péturssyni.

25. júní Skógardagurinn mikli í Hallormsstaðarskógi.

Norðurland & Norðausturland

17.-20. júní Sólstöðuhátíðin á Kópaskeri lengist um einn dag í ár, tónleikar með Bríeti þann 20. júní.

17.-20. júní Sólstöðuhátíð í Grímsey, dansleikur, sjávarréttakvöld og varðeldur.

16.-18. júní Bíladagar á Akureyri. Bílasýning, drift, burn-out, sand- og götuspyrna, eitthvað fyrir alla.

24.-26. júní Lummudagar! Notaleg fjölskylduhátíð í Skagafirði með fjölbreyttri dagskrá.

24.-26. júní Bæjarhátíðin Hofsós heim. Varðeldur, sjósund & markaðir.

Reykjanes, Suðurland, Suðaustur & Suðvesturland

10.-12. júní Bæjarhátíðin Sjóarinn síkáti í Grindavík.

10.-12. júní Upp í sveit – Sveitahátíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. 

10.-12. júní Hátíð hafsins í Reykjavík.

12. júní Sjómannadagurinn.

17. júní Þjóðhátíðardagur Íslendinga. Hátíðahöld víða um land.

15.-19. júní Víkingahátíðin í Hafnarfirði.

18.-21. júní Tónlistarhátíðin Secret Solstice í Reykjavík.

24.-26. júní Hvalfjarðardagar.

24.-26. júní Humarhátíð á Höfn í Hornafirði þar sem boðið er upp á humarsúpu og fjölbreytta skemmtidagskrá. Sömu helgi er í gangi flughátíð á Hornafjarðarflugvelli, sem fjölskylda Vignis Þorbjörnssonar heldur honum til heiðurs, en hann sinnti flugþjónustu Hornafjarðarflugvallar nánast allt sitt líf.

25. júní Jónsmessuhátíð Eyrarbakka. Varðeldur, markaðir o.fl.

30. júní-3. júlí Goslokahátíð Vestmannaeyja þar sem lokum eldgossins á Heimaey 1973 er fagnað.

Vesturland, Norðvesturland & Vestfirðir

24.-26. júní Hamingjudagar á Hólmavík fyrir alla fjölskylduna.

24.-26. júní Brákarhátíð – Fjölskylduhátíð í Borgarnesi og svo má ekki gleyma Landsmóti UMFÍ fyrir aldurshópinn 50+

24.-26. júní Danskir dagar á Stykkishólmi.

30. júní-2. júlí Markaðshelgin – Fjölskylduhátíð í Bolungarvík. 

30. júní-3. júlí Írskir dagar – Bæjarhátíð á Akranesi.
  

(Svo er nú sjálfsagt eitthvað sem hefur ekki komist á lista, en hér að ofanverðu er ýmislegt upptalið sem má skemmta sér við.)

Skylt efni: hátíð | sumarhátíð

Fyrirhuguð risaframkvæmd
21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Með bjartsýni og gleði að vopni
18. október 2024

Með bjartsýni og gleði að vopni

Fjórir snillingar
21. október 2024

Fjórir snillingar

DeLaval til Bústólpa
21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Íslandsmót í rúningi
18. október 2024

Íslandsmót í rúningi