Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Handverkshátíðin í Eyjafirði haldin í 25. sinn
Fréttir 11. ágúst 2017

Handverkshátíðin í Eyjafirði haldin í 25. sinn

Handverkshátíðin í Eyjafirði hófst í gær og stendur fram á sunnudag, en þar hittist handverksfólk víðs vegar að af landinu, skemmra sem lengra komnir, einstaklingar sem handverkshópar.

Hugmyndin með hátíðinni var einmitt að leiða fólk saman sem deildi þeirri sameiginlegu sýn að efla íslenskt handverk og tryggja að þekking á gömlu íslensku handverki færðist milli kynslóða.

Þema Handverkshátíðar 2017 er tré. Sænski heimilisiðnaðarráðunauturinn Knut Östgård ætlar að heiðra hátíðina með nærveru sinni, en hann góðkunningi hátíðarinnar og hefur útvegað Handverkshátíðinni sérfræðinga í þjóðlegu handverki í gegnum tíðina. Hann hefur unnið sem heimilisiðnaðarráðunautur í 27 ár, haldið fjöldann allan af námskeiðum, gert fræðslumyndbönd, gefið út bækur og staðið fyrir sýningum og verkefnum sem hafa farið um öll norðurlöndin. Knut Östgård verður einn af sýnendum hátíðarinnar auk þess sem hann mun halda námskeið og fyrirlestra.

Nánari upplýsingar á www.handverkshatid.is

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...