Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hafsteinn fagnar með þá Garðar og Víði við hlið sér.
Hafsteinn fagnar með þá Garðar og Víði við hlið sér.
Mynd / Sigurjón Sigurjónsson
Fréttir 26. september 2017

Hafsteinn er kokkur ársins

Höfundur: smh

Hafsteinn Ólafsson, yfirkokkur á veitingastaðnum Sumac Grill + Drinks á Laugarvegi í Reykjavík, bar sigur úr býtum í keppninni Kokkur ársins 2017 sem haldinn var í Hörpu síðastliðinn laugardag.

Eftifarandi fimm matreiðslumenn kepptu til úrslita:

  • Hafsteinn Ólafsson                           Sumac Grill + Drinks     (1. sæti)
  • Garðar Kári Garðarsson                 Deplar Farm / Strikið    (2. sæti)
  • Víðir Erlingsson                                Bláa Lónið    (3. sæti)
  • Rúnar Pierre Heriveaux                  Grillið Hótel Saga
  • Bjarni Viðar Þorsteinsson               Sjávargrillið

Keppendur elduðu 3ja rétta matseðil úr svokallaðri leynikörfu, sem hulunni var svipt af deginum áður. Eftir það höfðu þeir fimm klukkustundir til að undirbúa matinn.

Hafsteinn, sem er landsliðsmaður í kokkalandsliðinu, hafði þrjú síðustu árin lent í öðru sæti áður en kom að sigri í fjórðu tilraun. Hann mun keppa fyrir Íslands hönd í „Nordic Chef Of The Year“ 2018 í Danmörku.

Fjölskipuð dómnefnd valdi sigurvegara. Hún fylgdi eftir vinnubrögðum keppenda í þaula og smakkaði allan matinn. Yfirdómari var Krister Dahl frá Svíþjóð.  Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar krýndi sigurvegarann.

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...