Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hafsteinn fagnar með þá Garðar og Víði við hlið sér.
Hafsteinn fagnar með þá Garðar og Víði við hlið sér.
Mynd / Sigurjón Sigurjónsson
Fréttir 26. september 2017

Hafsteinn er kokkur ársins

Höfundur: smh

Hafsteinn Ólafsson, yfirkokkur á veitingastaðnum Sumac Grill + Drinks á Laugarvegi í Reykjavík, bar sigur úr býtum í keppninni Kokkur ársins 2017 sem haldinn var í Hörpu síðastliðinn laugardag.

Eftifarandi fimm matreiðslumenn kepptu til úrslita:

  • Hafsteinn Ólafsson                           Sumac Grill + Drinks     (1. sæti)
  • Garðar Kári Garðarsson                 Deplar Farm / Strikið    (2. sæti)
  • Víðir Erlingsson                                Bláa Lónið    (3. sæti)
  • Rúnar Pierre Heriveaux                  Grillið Hótel Saga
  • Bjarni Viðar Þorsteinsson               Sjávargrillið

Keppendur elduðu 3ja rétta matseðil úr svokallaðri leynikörfu, sem hulunni var svipt af deginum áður. Eftir það höfðu þeir fimm klukkustundir til að undirbúa matinn.

Hafsteinn, sem er landsliðsmaður í kokkalandsliðinu, hafði þrjú síðustu árin lent í öðru sæti áður en kom að sigri í fjórðu tilraun. Hann mun keppa fyrir Íslands hönd í „Nordic Chef Of The Year“ 2018 í Danmörku.

Fjölskipuð dómnefnd valdi sigurvegara. Hún fylgdi eftir vinnubrögðum keppenda í þaula og smakkaði allan matinn. Yfirdómari var Krister Dahl frá Svíþjóð.  Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar krýndi sigurvegarann.

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...

Heitt vatn óskast
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir t...

Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.