Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hafsteinn fagnar með þá Garðar og Víði við hlið sér.
Hafsteinn fagnar með þá Garðar og Víði við hlið sér.
Mynd / Sigurjón Sigurjónsson
Fréttir 26. september 2017

Hafsteinn er kokkur ársins

Höfundur: smh

Hafsteinn Ólafsson, yfirkokkur á veitingastaðnum Sumac Grill + Drinks á Laugarvegi í Reykjavík, bar sigur úr býtum í keppninni Kokkur ársins 2017 sem haldinn var í Hörpu síðastliðinn laugardag.

Eftifarandi fimm matreiðslumenn kepptu til úrslita:

  • Hafsteinn Ólafsson                           Sumac Grill + Drinks     (1. sæti)
  • Garðar Kári Garðarsson                 Deplar Farm / Strikið    (2. sæti)
  • Víðir Erlingsson                                Bláa Lónið    (3. sæti)
  • Rúnar Pierre Heriveaux                  Grillið Hótel Saga
  • Bjarni Viðar Þorsteinsson               Sjávargrillið

Keppendur elduðu 3ja rétta matseðil úr svokallaðri leynikörfu, sem hulunni var svipt af deginum áður. Eftir það höfðu þeir fimm klukkustundir til að undirbúa matinn.

Hafsteinn, sem er landsliðsmaður í kokkalandsliðinu, hafði þrjú síðustu árin lent í öðru sæti áður en kom að sigri í fjórðu tilraun. Hann mun keppa fyrir Íslands hönd í „Nordic Chef Of The Year“ 2018 í Danmörku.

Fjölskipuð dómnefnd valdi sigurvegara. Hún fylgdi eftir vinnubrögðum keppenda í þaula og smakkaði allan matinn. Yfirdómari var Krister Dahl frá Svíþjóð.  Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar krýndi sigurvegarann.

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...