Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Mynd: Björgunarfélag Hornafjarðar.
Mynd: Björgunarfélag Hornafjarðar.
Fréttir 28. september 2017

Hæg vatnsbylgja gengur niður Lagarfljót

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vatnshæð og rennsli í ám á Suður- og Austurlandi náði hámarki í gær. Mælar við Lagarfljót sýna hins vegar að hæg bylgja gengur niður fljótið og vatnsborðið er enn að hækka þar. Því er hætt er við að flæði yfir veginn milli Egilsstaða og Fellabæjar.

Í fréttatilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að vatnavextir í ám á Suður- og Austurlandi hafi náð hámarki í gærkvöldi.

Rennsli á í Geithellná og Fossá í Berufirði hefur ekki mælst meira frá upphafi og það sama má segja um rennsli í Fellsá í Fljótsdal. Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá í Fljótsdal, við Valþjófsstaðanes, náði hámarki um miðjan dag í gær og var þá nærri tveimur metrum meiri en hún er að jafnaði. Vatnshæðin þar hefur nú lækkað um hálfan metra.

Mælar niður eftir Lagarfljóti sýna að vatnsborð er enn að hækka þar. Vatnsborðið við Lagarfljótsbrú er nú rúmum tveimur metrum hærra en að jafnaði og er enn að hækka. Það á eftir um hálfan metra í það að ná sömu hæð og það náði hæð í miklum flóðum árið 2002 og viðbúið að það geti gerst.

Það rofar enn til í kvöld og nótt en áfram verður úrkomusamt á Austurlandi þótt ekki sé búist við samfelldri úrkomu. Veðurstofan hefur undanfarna daga haft samráð við fulltrúa almannavarna og Vegagerðarinnar um ráðstafanir vegna flóða- og skriðuhættu. Frekari upplýsingar um hættuástand og færð á vegum eru virtar á vef og miðlum þessara stofnana.

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu
Fréttir 9. desember 2021

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu

Það sem getur farið úrskeiðis mun fara úrskeiðis, samkvæmt lögmáli Murphys. Leik...

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist
Fréttir 9. desember 2021

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist

Í skýrslu Landbótasjóðs segir að 2020 hafi verði úthlutað tæpum 95 milljónum kró...

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...