Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Mynd: Björgunarfélag Hornafjarðar.
Mynd: Björgunarfélag Hornafjarðar.
Fréttir 28. september 2017

Hæg vatnsbylgja gengur niður Lagarfljót

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vatnshæð og rennsli í ám á Suður- og Austurlandi náði hámarki í gær. Mælar við Lagarfljót sýna hins vegar að hæg bylgja gengur niður fljótið og vatnsborðið er enn að hækka þar. Því er hætt er við að flæði yfir veginn milli Egilsstaða og Fellabæjar.

Í fréttatilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að vatnavextir í ám á Suður- og Austurlandi hafi náð hámarki í gærkvöldi.

Rennsli á í Geithellná og Fossá í Berufirði hefur ekki mælst meira frá upphafi og það sama má segja um rennsli í Fellsá í Fljótsdal. Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá í Fljótsdal, við Valþjófsstaðanes, náði hámarki um miðjan dag í gær og var þá nærri tveimur metrum meiri en hún er að jafnaði. Vatnshæðin þar hefur nú lækkað um hálfan metra.

Mælar niður eftir Lagarfljóti sýna að vatnsborð er enn að hækka þar. Vatnsborðið við Lagarfljótsbrú er nú rúmum tveimur metrum hærra en að jafnaði og er enn að hækka. Það á eftir um hálfan metra í það að ná sömu hæð og það náði hæð í miklum flóðum árið 2002 og viðbúið að það geti gerst.

Það rofar enn til í kvöld og nótt en áfram verður úrkomusamt á Austurlandi þótt ekki sé búist við samfelldri úrkomu. Veðurstofan hefur undanfarna daga haft samráð við fulltrúa almannavarna og Vegagerðarinnar um ráðstafanir vegna flóða- og skriðuhættu. Frekari upplýsingar um hættuástand og færð á vegum eru virtar á vef og miðlum þessara stofnana.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...