Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Mynd: Björgunarfélag Hornafjarðar.
Mynd: Björgunarfélag Hornafjarðar.
Fréttir 28. september 2017

Hæg vatnsbylgja gengur niður Lagarfljót

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vatnshæð og rennsli í ám á Suður- og Austurlandi náði hámarki í gær. Mælar við Lagarfljót sýna hins vegar að hæg bylgja gengur niður fljótið og vatnsborðið er enn að hækka þar. Því er hætt er við að flæði yfir veginn milli Egilsstaða og Fellabæjar.

Í fréttatilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að vatnavextir í ám á Suður- og Austurlandi hafi náð hámarki í gærkvöldi.

Rennsli á í Geithellná og Fossá í Berufirði hefur ekki mælst meira frá upphafi og það sama má segja um rennsli í Fellsá í Fljótsdal. Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá í Fljótsdal, við Valþjófsstaðanes, náði hámarki um miðjan dag í gær og var þá nærri tveimur metrum meiri en hún er að jafnaði. Vatnshæðin þar hefur nú lækkað um hálfan metra.

Mælar niður eftir Lagarfljóti sýna að vatnsborð er enn að hækka þar. Vatnsborðið við Lagarfljótsbrú er nú rúmum tveimur metrum hærra en að jafnaði og er enn að hækka. Það á eftir um hálfan metra í það að ná sömu hæð og það náði hæð í miklum flóðum árið 2002 og viðbúið að það geti gerst.

Það rofar enn til í kvöld og nótt en áfram verður úrkomusamt á Austurlandi þótt ekki sé búist við samfelldri úrkomu. Veðurstofan hefur undanfarna daga haft samráð við fulltrúa almannavarna og Vegagerðarinnar um ráðstafanir vegna flóða- og skriðuhættu. Frekari upplýsingar um hættuástand og færð á vegum eru virtar á vef og miðlum þessara stofnana.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...