Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Góð vísa er aldrei of oft kveðin
Fréttir 21. desember 2015

Góð vísa er aldrei of oft kveðin

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Fyrir ári síðan var þessi pistill skrifaður og er hér birtur nú aftur að mestu óbreyttur frá jólablaði Bændablaðsins 2014. 
 
Fátt gleður augað meira en sú hefð Íslendinga að skreyta ýmislegt með alls konar ljósum í desember. Kunningi minn er einn af þessum sem skreyta meira en aðrir og vekur athygli. Þegar hann byrjaði að skreyta svona mikið gerði hann mörg mistök, setti of margar seríur á of lítið rafmagn, ekki allir tenglar og fjöltengi vatnsheld og í rigningu sló allt út. Fjöltengi og framlengingarsnúrur þurfa að þola álagið og íslenskt veðurfar sem þeim er ætlað, annars er hætta á íkveikju og útslætti á rafmagni, en mikið af framlengingarsnúrum eru ekki ætlaðar fyrir mikið rafmagn og geta hitnað mikið við álag. Að kaupa ódýr fjöltengi og framlengingarsnúrur getur verið kostnaðarsamt ef illa fer. 
 
Slökkvitæki, reykskynjarar og eldvarnarteppi er skyldueign
 
Kertanotkun eykst hjá flestum um jól og áramót, en að mörgu er að hyggja þegar kerti eru annars vegar. Dæmi eru um kertaskreytingar sem hafa fuðrað upp og valdið miklum eldsvoða, heimilisdýr rekið sig í kerti og kveikt í, vindgustur í gardínum yfir kerti og gardínan fuðraði upp, svona má eflaust lengi upp telja. Mörgum eldsvoða hafa reykskynjarar bjargað, en í þeim þarf að skipta um rafhlöðu einu sinni á ári. Ágætis regla er að hafa ákveðinn dag til að skipta um rafhlöðuna og mæli ég með að nota Þorláksmessu sem „reykskynjararafhlöðudaginn“. Slökkvitæki eiga að vera til á öllum heimilum og ef hæðir eru margar ætti að vera eitt slökkvitæki á hverri hæð, þau þarf að yfirfæra reglulega (sjá merkingar á tækjunum). Eldvarnarteppi á að vera staðsett nálægt eldavélinni á hverju heimili.
 
Njótum jólanna í kærleik og verum vinir 
 
Jól og áramót er sá tími ársins sem vinir og ættingjar hittast mikið og er flestum mjög kær. Það er einnig börn og fullorðið fólk sem líður illa og kvíðir fyrir þessum hátíðisdögum af ýmsum ástæðum. Sýnum kærleika um jólin, verum góð hvert við annað, elskum náungann eins og við elskum okkur sjálf. Ég vil þakka þeim sem hafa gefið sér tíma til að lesa þessa stuttu pistla síðastliðið ár og vona að þeir hafi komið einhverjum að gagni. Gleðileg jól og farsælt komandi ár!  
Stjórnvaldssekt staðfest
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (...

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...