Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Góð vísa er aldrei of oft kveðin
Fréttir 21. desember 2015

Góð vísa er aldrei of oft kveðin

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Fyrir ári síðan var þessi pistill skrifaður og er hér birtur nú aftur að mestu óbreyttur frá jólablaði Bændablaðsins 2014. 
 
Fátt gleður augað meira en sú hefð Íslendinga að skreyta ýmislegt með alls konar ljósum í desember. Kunningi minn er einn af þessum sem skreyta meira en aðrir og vekur athygli. Þegar hann byrjaði að skreyta svona mikið gerði hann mörg mistök, setti of margar seríur á of lítið rafmagn, ekki allir tenglar og fjöltengi vatnsheld og í rigningu sló allt út. Fjöltengi og framlengingarsnúrur þurfa að þola álagið og íslenskt veðurfar sem þeim er ætlað, annars er hætta á íkveikju og útslætti á rafmagni, en mikið af framlengingarsnúrum eru ekki ætlaðar fyrir mikið rafmagn og geta hitnað mikið við álag. Að kaupa ódýr fjöltengi og framlengingarsnúrur getur verið kostnaðarsamt ef illa fer. 
 
Slökkvitæki, reykskynjarar og eldvarnarteppi er skyldueign
 
Kertanotkun eykst hjá flestum um jól og áramót, en að mörgu er að hyggja þegar kerti eru annars vegar. Dæmi eru um kertaskreytingar sem hafa fuðrað upp og valdið miklum eldsvoða, heimilisdýr rekið sig í kerti og kveikt í, vindgustur í gardínum yfir kerti og gardínan fuðraði upp, svona má eflaust lengi upp telja. Mörgum eldsvoða hafa reykskynjarar bjargað, en í þeim þarf að skipta um rafhlöðu einu sinni á ári. Ágætis regla er að hafa ákveðinn dag til að skipta um rafhlöðuna og mæli ég með að nota Þorláksmessu sem „reykskynjararafhlöðudaginn“. Slökkvitæki eiga að vera til á öllum heimilum og ef hæðir eru margar ætti að vera eitt slökkvitæki á hverri hæð, þau þarf að yfirfæra reglulega (sjá merkingar á tækjunum). Eldvarnarteppi á að vera staðsett nálægt eldavélinni á hverju heimili.
 
Njótum jólanna í kærleik og verum vinir 
 
Jól og áramót er sá tími ársins sem vinir og ættingjar hittast mikið og er flestum mjög kær. Það er einnig börn og fullorðið fólk sem líður illa og kvíðir fyrir þessum hátíðisdögum af ýmsum ástæðum. Sýnum kærleika um jólin, verum góð hvert við annað, elskum náungann eins og við elskum okkur sjálf. Ég vil þakka þeim sem hafa gefið sér tíma til að lesa þessa stuttu pistla síðastliðið ár og vona að þeir hafi komið einhverjum að gagni. Gleðileg jól og farsælt komandi ár!  
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...