Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Góð afkoma SS skilar bændum 2,7 prósenta viðbót
Fréttir 3. apríl 2014

Góð afkoma SS skilar bændum 2,7 prósenta viðbót

Höfundur: Sigurður Már Harðarson
Í nýútkomnu fréttabréfi Slátur­félags Suðurlands (SS) er fjallað um afkomu félagsins á liðnu ári. Samstæða SS skilaði 572 m.kr. hagnaði fyrir skatta sem er besta afkoma í 107 ára sögu félagsins og 22 m.kr. betri afkoma en fyrra ár. Vegna hinnar góðu afkomu verður bændum greitt 2,7 prósenta viðbót á afurðaverð liðins árs.
 
Stjórn félagsins samþykkti í fyrra svokallaða viðbótarstefnu sem felur í sér að 30 prósent af afkomu félagsins verður greitt til eigenda og innleggjenda. Þetta er gert með þeim hætti að fyrst er greitt í lögbundna sjóði auk vaxta á A deild stofnsjóðs og verðbóta og arðs á B deild. Það sem umfram er upp í 30 prósent af hagnaði er greitt til bænda, sem viðbót á innlegg liðins árs.
 
Félagið hefur undanfarin þrjú ár skilað mjög góðri afkomu. Efnahagur félagsins er traustur, með yfir 50 prósent eiginfjárhlutfall, og mjög sterka greiðslustöðu. 
 
Eldi nauta – tilraunasamstarf við danskt fóðurfyrirtæki
 
SS hefur hrundið af stað tilrauna­verkefni í samvinnu við danska fóðurfyrirtækið Dlg, til að komast að niðurstöðu um það hvort og þá hver ávinningurinn sé af kraftmeiri fóðrun á íslenskum nautkálfum. Ástæða þess að ráðist er í verkefnið er knappt framboð á nautakjöti undanfarin ár. Er kjötskorturinn einkum rakinn til þess að skortur hefur verið á mjólk sem leiðir af sér að bændur halda kúm tímabundið lengur. Þá er ekki næg arðsemi af eldi, eins og það er stundað, og hefur það líka haft áhrif á kjötframboðið. 
 
Samkvæmt gögnum frá danska fóðurfyrirtækinu Dlg, sem SS vinnur með, þá eru danskir holdagripir að skila að jafnaði 300 kg fallþyngd á 12 mánaða elditíma með þrískiptri fóðrun. Það er svipuð fallþyngd og meðalþyngdin er í úrvalsflokki holdablendinga úr 24 mánaða eldi. 
 
Óskað er eftir fimm bændum sem vilja taka þátt í þessari rannsókn. Rannsóknin verður með þeim hætti að hver bóndi þarf að geta haft aðskilda hópa með fimm til tíu kálfum sem eru fæddir á svipuðum tíma. Öllum gripunum verður slátrað að loknu 12 til 14 mánaða eldi. Með þessum hætti má fá samanburð og reikna ávinning af kjarnfóðurgjöf ef ávinningur kemur fram. Jafnframt sést hvernig íslenskir nautkálfar vaxa í samanburði við erlend holdakyn. Bændum sem hafa áhuga á að taka þátt í þessari tilraun er bent á að senda tölvupóst til Elíasar Hartmanns Hreinssonar deildarstjóra búvörudeildar SS í netfangið elias@ss.is. 
Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...