Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Geta breskar fuglafælur spornað við ásókna álfta og gæsa?
Fréttir 3. apríl 2014

Geta breskar fuglafælur spornað við ásókna álfta og gæsa?

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Mikið hefur verið rætt um vaxandi ágang álfta og gæsa í ræktarlönd bænda. Hugmyndir hafa verið uppi um að fá heimild til að skjóta þessar tegundir á ákveðnum tímum vor og haust. Skiptar skoðanir hafa verið um slíka heimild, ekki síst í ljósi þess að álftin er alfriðuð hér á landi. Hugsanlega er nú komin fram lausn á málinu sem gerir skotveiðileyfi óþarft.

Fyrirtækið Portek í Englandi hefur verið að þróa og selja varnir eða fælingarbúnað vegna ágangs fugla. Kjartan Lorange hjá Veiðihúsinu Sökku ehf. flytur inn slíkan búnað og hefur samið um Kaupfélagið í Borgarnesi um að sjá um smásöluþáttinn.

„Portek hefur verið að þróa fuglafælur sem duga við mismunandi skilyrði og mismunandi aðstæður. Þetta var í upphafi aðallega hugsað út af vandræðum Breta með ágang dúfna, líkt og álftir og gæsir eru hjá okkur. Það verkefni breyttist þó skyndilega eftir að menn fóru að gera sér grein fyrir því hvað þessar dúfnafælur virkuðu vel. Þá stækkaði áhrifahópurinn yfir í varnir gegn öndum, gæsum og einnig álftum,“ segir Kjartan.

Fælur sem byggja á hreyfingu og flökti efnis í sterkum litum

Hann segir að Portek sé með heildarlausnir í þessum málum sem muni þó ekki allir standa Íslendingum til boða eins og varnir með flugeldum. Hins vegar sé hægt að bjóða upp á flugdreka, vindrellur og fleira sem byggja upp á hreyfingu marglitrar speglunar af vörnunum sem hræða fuglana. Telur Kjartan að slíkt ætti líka að duga á Íslandi.

„Þeir nota sambland af áberandi litum, gulum, svörtum og rauðum auk málmglitrandi flata. Þetta hefur gefið góða raun og gæti verið ágæt lausn hér heim í stað þess að þurfa að drepa þessa fugla. Þá settum við það í hendur fagaðila hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, sem er í góðum tengslum við bændur, að sjá um söluna á þessu fyrir okkur.

Kjartan segir að þegar hafi verið gerð tilraun með slíkar varnir í Borgarfirði samkvæmt leiðbeiningum og ráðgjöf frá framleiðanda.

„Við settum svona búnað upp á einni jörð í Borgarfirði þar sem vorfugl var byrjaður að safnast upp í síðustu viku. Maður varð strax var við mikil áhrif.“

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...