Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Geta breskar fuglafælur spornað við ásókna álfta og gæsa?
Fréttir 3. apríl 2014

Geta breskar fuglafælur spornað við ásókna álfta og gæsa?

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Mikið hefur verið rætt um vaxandi ágang álfta og gæsa í ræktarlönd bænda. Hugmyndir hafa verið uppi um að fá heimild til að skjóta þessar tegundir á ákveðnum tímum vor og haust. Skiptar skoðanir hafa verið um slíka heimild, ekki síst í ljósi þess að álftin er alfriðuð hér á landi. Hugsanlega er nú komin fram lausn á málinu sem gerir skotveiðileyfi óþarft.

Fyrirtækið Portek í Englandi hefur verið að þróa og selja varnir eða fælingarbúnað vegna ágangs fugla. Kjartan Lorange hjá Veiðihúsinu Sökku ehf. flytur inn slíkan búnað og hefur samið um Kaupfélagið í Borgarnesi um að sjá um smásöluþáttinn.

„Portek hefur verið að þróa fuglafælur sem duga við mismunandi skilyrði og mismunandi aðstæður. Þetta var í upphafi aðallega hugsað út af vandræðum Breta með ágang dúfna, líkt og álftir og gæsir eru hjá okkur. Það verkefni breyttist þó skyndilega eftir að menn fóru að gera sér grein fyrir því hvað þessar dúfnafælur virkuðu vel. Þá stækkaði áhrifahópurinn yfir í varnir gegn öndum, gæsum og einnig álftum,“ segir Kjartan.

Fælur sem byggja á hreyfingu og flökti efnis í sterkum litum

Hann segir að Portek sé með heildarlausnir í þessum málum sem muni þó ekki allir standa Íslendingum til boða eins og varnir með flugeldum. Hins vegar sé hægt að bjóða upp á flugdreka, vindrellur og fleira sem byggja upp á hreyfingu marglitrar speglunar af vörnunum sem hræða fuglana. Telur Kjartan að slíkt ætti líka að duga á Íslandi.

„Þeir nota sambland af áberandi litum, gulum, svörtum og rauðum auk málmglitrandi flata. Þetta hefur gefið góða raun og gæti verið ágæt lausn hér heim í stað þess að þurfa að drepa þessa fugla. Þá settum við það í hendur fagaðila hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, sem er í góðum tengslum við bændur, að sjá um söluna á þessu fyrir okkur.

Kjartan segir að þegar hafi verið gerð tilraun með slíkar varnir í Borgarfirði samkvæmt leiðbeiningum og ráðgjöf frá framleiðanda.

„Við settum svona búnað upp á einni jörð í Borgarfirði þar sem vorfugl var byrjaður að safnast upp í síðustu viku. Maður varð strax var við mikil áhrif.“

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...