Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ganga í minningu Guðsteins yfir Mýrdalsjökul
Fréttir 20. maí 2015

Ganga í minningu Guðsteins yfir Mýrdalsjökul

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Á föstudaginn 22. maí munu tveir sjúkraflutningsmenn efna til styrktargöngu á skíðum yfir þveran Mýrdalsjökul til styrktar ungum foreldrum drengs sem lést í hörmulegu slysi í Meðallandi þann 6. apríl. Gönguna nefna þeir Guðsteinsgöngu.

Þeir sem standa fyrir Guðsteinsgöngunni eru sjúkraflutningamennirnir Sigurður Bjarni Sveinsson á Hvolsvelli og Arnar Páll Gíslason á Selfossi en drengurinn hét Guðsteinn Harðarson og var á þriðja ári þegar hann lést. Munu Sigurður Bjarni og Arnar Páll ganga rúmlega 27 km leið yfir jökulinn sem samsvarar einum kílómetra fyrir hvern mánuð í lífi Guðsteins.

Sigurður Bjarni sagði í samtali við Bændablaðið að fyrir hugað sé að söfnunin standi yfir í einn mánuð.

„Hún hefst á styrktargöngu á föstudaginn þar sem við ætlum að þvera Mýrdalsjökul á einum degi. Við ætlum með þessu að safna fé fyrir fjölskyldu Guðsteins sem býr í Meðallandi. Öll áheit á okkur í göngunni munu renna óskipt til fjölskyldunnar.

Við byrjuðum á því að leita til fyrirtækja og höfum þegar fengið ágætan stuðning við verkefnið. Við  erum einnig að leita til einstaklinga og höfum opnað söfnunarsíma og styrktarreikning þar sem hægt er að leggja inn framlag. Þeir einstaklingar sem styrkja átakið fá síðan sendar myndir og póstkort af ferð okkar yfir jökulinn.“

Hægt að kaupa sig inn í styrktarferðir með þeim félögum

„Fyrir ákveðna upphæð getur fólk síðan keypt sig inn í ferð með okkur sem leiðsögumenn á Eyjafjallajökul eða álíka staði næsta mánuðinn og rennur það fé einnig beint til fjölskyldunnar.“

Sigurður Bjarni segir að þeir hafi fengið mikinn stuðning ferðaþjónustuaðila í Vík sem mun koma þeim upp á jökul og síðan munu björgunarsveitir væntanlega aðstoða þá líka.

Facebooksíða, bankareikningur og styrktarsími

Opnuð hefur verið síða á facebook undir nafninu Guðsteinsgangan, þar sem fylgjast má með framvindu göngunnar og söfnunarátaksins og skoða myndir þeirra félaga.

Fyrirtækjum er boðið upp á styrktarpakka; brons sem kostar 20.000 krónur, silfur 50.000, gull 100.000 og platinum 200.000 krónur.

Einstaklingar geta lagt inn á reikning 317-26-103997, sem er á kennitölu Arnars Páls 060684-2359, en verður upphæðin sem þar safnast færð óskipt til fjölskyldu Guðsteins.
Einnig hyggjast þeir félagar opna símanúmer sem hægt verður að hringja og leggjast þá 2.000 krónur á símreikning viðkomandi. 

Skylt efni: Styrkir | ganga | Mýrdalsjökull

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...