Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Tölvumynd af framtíðarleikvangi knattspyrnufélagsins Forest Green Rovers FC í enska bænum Stroud.
Tölvumynd af framtíðarleikvangi knattspyrnufélagsins Forest Green Rovers FC í enska bænum Stroud.
Mynd / Zaha Hadid Architects
Fréttir 3. febrúar 2017

Fyrsti fótboltaleikvangur heims sem unninn er úr nytjum skógarins

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir
Arkitektastofan Zaha Hadid Architects bar sigur úr býtum í samkeppni um nýjan fótboltaleikvang Forest Green Rovers FC í enska bænum Stroud. Það er ekki í frásögur færandi nema vegna þess að hann verður unninn úr nytjum skógarins og hefur byggingin þar af leiðandi lágt kolefnisspor og mun fullbyggður kallast sjálfbær leikvangur úr tré. 
 
Zaha Hadid Architects eru meðal annars þekkt fyrir að vinna með lífræn form þegar þeir hanna nýjar byggingar. Því fannst þeim tilvalið að vinna með tré sem aðalhráefni fyrir fótboltafélagið sem hefur í lengri tíma gert út á sjálfbærni meðal annars með því að bjóða upp á grænmetisfæði fyrir leikmenn sína og áhangendur. 
 
Tré er áhugavert byggingarefni að mati arkitektastofunnar, vegna lágs koltvísýringsspors þess, því um þrír fjórðu hlutar af kolefnislosun leikvangsins kemur frá byggingarefni hans. Að kröfu forsvarsmanna Forest Green Rovers FC verður efniviðurinn í leikvanginum að koma frá viðurkenndu sjálfbæru skógarlandsvæði. Arkitektastofan hefur einnig valið tré vegna þess hversu slitsterkt efni það er og fagurt. Hér verður einnig unnið út frá því að áhorfendastæði og gólf verði úr tré sem er vanalega smíðað úr steypu eða stáli. 
 
Leikvangurinn, sem mun rúma 5 þúsund áhorfendur, verður kolefnishlutlaus fyrir um 40 hektara stórt svæði í kring sem mun hýsa vistfræðilegan skemmtigarð. Svæðið á að þjóna gestum sínum sem íþrótta- og tómstundagarður sem leggur áherslu á græna tækni og sjálfbærni. 
Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...