Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Fundur fólksins hefst í dag - er í beinni vefnum
Fréttir 11. júní 2015

Fundur fólksins hefst í dag - er í beinni vefnum

Í dag hefst þriggja daga lífleg hátíð í Norræna húsinu um samfélagsmál, með yfirskriftinni Fundur fólksins. Þar kemur fólk saman úr ólíkum áttum til að ræða málefnin og meðal annars munu fulltrúar frá Bændasamtökunum og búgreinafélögum kynna starfsemi samtakanna og kynna fyrir gestum og gangandi íslenskan landbúnað. Setningin hefst klukkan 12.

Hér er hægt að horfa á steymi frá Fundi fólksins.

„Nú eru yfir 100 atriði á dagskrá og um 40 félagasamtök taka þátt og enn eru að bætast við atriði á hátíðina. Dagskráin fer fram bæði inni í Norræna húsinu og í tjaldbúðum á lóðinni í kringum húsið. Í tjaldbúðunum verða félagasamtök, stjórnmálaflokkar og aðrir hagsmunaaðilar með starfsemi alla hátíðardagana. Í bland við líflegar umræður verður boðið upp á tónlist og aðrar uppákomur,“ segir Þuríður Helga Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri Fundar fólksins. 
 
 
Mikilvægur vettvangur samfélagsumræðu
 
Fundur fólksins er fyrsta hátíð sinnar tegundar á Íslandi en sambærilegar hátíðir eru orðnar ómissandi hluti af hverju sumri hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Aðstandendur hátíðarinnar eru Norræna húsið, Norðurlönd í fókus, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Almannaheill, Reykjavíkurborg og samstarfs­ráðherra Norðurlanda.
 
„Sambærileg hátíð og ein sú þekktasta er án efa Almedalsveckan í Svíþjóð, sem er orðin einn stærsti og mikilvægasti vettvangur sænskrar samfélagsumræðu. Hátíðin er sjálfstæð og ekki tengd neinum hagsmunaöflum á Íslandi eða annars staðar, markmið hennar er að auka tiltrú á stjórnmálum og styrkja uppbyggjandi pólitíska umræðu,“ útskýrir Þuríður. 
 
Þátttakendur í hátíðinni eru:
 
Almannaheill, Alþjóða­málastofnun Háskóla Íslands, Alþýðufylkingin ASÍ, Bandalag íslenskra listamanna, Björt framtíð, Bændasamtökin, Evrópu­stofa, Fjölmiðlanefnd, Framsóknar­flokkurinn, Heimili og skóli, Landvernd, MND-félagið, Neytendasamtökin, Norður­slóðasetur, Norræna félagið, Píratar, Rannsóknarmiðstöð ferðamála, Rauði kross Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra myndlistarmanna, Samfylkingin, Samstarfsráðherra Norðurlanda, Samtök atvinnu­félagsins, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Samtökin móðurmál,  Sjálfstæðisflokkurinn, Skátarnir, Siðmennt, Slow food – Ísland, Starfsgreinasambandið,  Stjórnarskrárfélagið, UNICEF og Vinstri græn. 

3 myndir:

Skylt efni: Fundur fólksins

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara