Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fundur fólksins hefst í dag - er í beinni vefnum
Fréttir 11. júní 2015

Fundur fólksins hefst í dag - er í beinni vefnum

Í dag hefst þriggja daga lífleg hátíð í Norræna húsinu um samfélagsmál, með yfirskriftinni Fundur fólksins. Þar kemur fólk saman úr ólíkum áttum til að ræða málefnin og meðal annars munu fulltrúar frá Bændasamtökunum og búgreinafélögum kynna starfsemi samtakanna og kynna fyrir gestum og gangandi íslenskan landbúnað. Setningin hefst klukkan 12.

Hér er hægt að horfa á steymi frá Fundi fólksins.

„Nú eru yfir 100 atriði á dagskrá og um 40 félagasamtök taka þátt og enn eru að bætast við atriði á hátíðina. Dagskráin fer fram bæði inni í Norræna húsinu og í tjaldbúðum á lóðinni í kringum húsið. Í tjaldbúðunum verða félagasamtök, stjórnmálaflokkar og aðrir hagsmunaaðilar með starfsemi alla hátíðardagana. Í bland við líflegar umræður verður boðið upp á tónlist og aðrar uppákomur,“ segir Þuríður Helga Kristjánsdóttir, verkefnisstjóri Fundar fólksins. 
 
 
Mikilvægur vettvangur samfélagsumræðu
 
Fundur fólksins er fyrsta hátíð sinnar tegundar á Íslandi en sambærilegar hátíðir eru orðnar ómissandi hluti af hverju sumri hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Aðstandendur hátíðarinnar eru Norræna húsið, Norðurlönd í fókus, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Almannaheill, Reykjavíkurborg og samstarfs­ráðherra Norðurlanda.
 
„Sambærileg hátíð og ein sú þekktasta er án efa Almedalsveckan í Svíþjóð, sem er orðin einn stærsti og mikilvægasti vettvangur sænskrar samfélagsumræðu. Hátíðin er sjálfstæð og ekki tengd neinum hagsmunaöflum á Íslandi eða annars staðar, markmið hennar er að auka tiltrú á stjórnmálum og styrkja uppbyggjandi pólitíska umræðu,“ útskýrir Þuríður. 
 
Þátttakendur í hátíðinni eru:
 
Almannaheill, Alþjóða­málastofnun Háskóla Íslands, Alþýðufylkingin ASÍ, Bandalag íslenskra listamanna, Björt framtíð, Bændasamtökin, Evrópu­stofa, Fjölmiðlanefnd, Framsóknar­flokkurinn, Heimili og skóli, Landvernd, MND-félagið, Neytendasamtökin, Norður­slóðasetur, Norræna félagið, Píratar, Rannsóknarmiðstöð ferðamála, Rauði kross Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra myndlistarmanna, Samfylkingin, Samstarfsráðherra Norðurlanda, Samtök atvinnu­félagsins, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Samtökin móðurmál,  Sjálfstæðisflokkurinn, Skátarnir, Siðmennt, Slow food – Ísland, Starfsgreinasambandið,  Stjórnarskrárfélagið, UNICEF og Vinstri græn. 

3 myndir:

Skylt efni: Fundur fólksins

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...